Ótrúleg eyðsla Roman: Chelsea, dæmalausar veislur og teiti með rússnesku ríkisstjórninni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 07:31 Roman Abramovich eflaust að skoða hvað hann getur keypt næst. Cem Ozdel/Getty Images Roman Abaramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, er einstaklega auðugur maður. Honum leiðist ekki að eyða peningum sínum og spurning er hvað hann geri fyrst henn getur ekki dælt peningum í Chelsea lengur. Mögulega býður hann til veislu. Roman Abramovich er maður fárra orða. Hann var þekktur sem eigandi Chelsea en nýverið seldi hann félagið. Ástæðuna hefur hann í raun ekki gefið upp en það var ljóst eftir innrás Rússlands í Úkraínu að Roman var mögulega betur tengdur inn í rússnesk stjórnmál en margan grunaði. Hér að neðan verður stiklað á stóru síðan Roman festi kaup á Chelsea en enskur fótbolti hafði ekki séð eiganda líkt og Roman áður en hann mætti til leiks með sitt illa fengna fé. Roman réð José Mourinho til Chelsea.Phil Cole/Getty Images Roman vantaði áhugamál á sínum tíma og þar sem hann hafði gríðarlega gaman að fótbolta þá festi hann kaup á Chelsea. Í kjölfarið dældi hann peningum inn í félagið þar sem árið 2003 var UEFA ekki búið að setja saman reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar með gat auðjöfurinn gert það sem honum sýndist. Hann flutti í kjölfarið til Lundúna - þar sem Chelsea er staðsett - og er í raun stór ástæða þess að hugtakið London-grad varð til. Snýr það að flutningi moldríka Rússa í æ meiri mæli til Lundúna. Chelsea, sem hafði verið ágætis lið án þess þó að vera meðal stærstu liða Englands og hvað þá Evrópu, varð óvænt eitt heitasta lið álfunnar. Þá lagði Roman gríðarlegt fjármagn í akademíu liðsins sem og kvennalið á síðari árum. Liðið varð Englandsmeistari tæplega tveimur árum eftir að Roman eignaðist það og hefur titlunum fjölgað síðan þá. Til að viðhalda árangrinum hefur liðið verslað leikmenn dýrum dómum. Vefurinn FourFourTwo tók saman dýrustu leikmenn Chelsea síðan rússnesku auðjöfurinn festi kaup á félaginu. 10. Mateo Kovacic – 40 milljónir punda (frá Real Madríd, 2019) 9. Ben Chilwell – 45 milljónir (Leicester City, 2020) 8. Timo Werner – 47,5 milljónir (RB Leipzig, 2020) 7. Jorginho – 50 milljónir (Napoli, 2018) 6. Fernando Torres – 50 milljónir (Liverpool, 2011) 5. Christian Pulisic – 57 milljónir (Borussia Dortmund, 2019) 4. Álvaro Morata – 60 milljónir (frá Real Madríd, 2017) 3. Kepa Arrizabalaga – 71 milljón (Athletic Bilbao, 2018) 2. Kai Havertz – 72 milljónir (Bayer Leverkusen, 2020) 1. Romelu Lukaku – 97,5 milljónir (Inter Milan, 2021) Lukaku kostaði Chelsea drjúgan skilding.Sportinfoto/Getty Images Það er ljóst að verðbólga spilar hér stóran hlut en leikmennirnir sem voru keyptir skömmu eftir að Roman eignaðist félagið voru jafn dýrir á þeim tímapunkti. Á vef The Athletic má finna samantekt á hvað leikmenn myndu kosta ef þeir væru keyptir í dag. Þar er til að mynda reiknað út að Michael Essien hefði kostaði Chelsea 95 milljónir punda ef hann væri keyptur í dag. Didier Drogba hefði kostað örlítið minna eða 94,9 milljónir punda. Vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips hefði kostað litlar 82 milljónir punda og þar fram eftir götunum. Abramovich – sem hefur verið líkt sem heldur fámálum og feimnum – elskar að því virðist fátt meira en að eyða peningum enda virðist nóg hafa verið til af þeim. Og er eflaust enn. Roman lét ekki staðar numið eftir að hann keypti Chelsea. Síðan þá hefur hann verið þekktur fyrir að halda veislur sem orð fá vart lýst. Veislur þar sem margt af frægasta tónlistarfólki samtímans hefur mætt og fengið ágætlega borgað fyrir að taka lag eða tvö. "I can t even believe we did it, says one musician about his private gig in Moscow for a Russian energy company. It was like, What the fuck are we doing here? https://t.co/7i1WzaioVn— Rolling Stone (@RollingStone) May 30, 2022 Í grein Rolling Stone kemur fram að árið 2009 hafi Amy Winehouse heitin hafi fengið tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir stutta tónleika sem fram fóru í listasafni í eigu þáverandi eiginkonu Abramovich. Ári síðar festi hann kaup á glæsihýsi sem staðsett er á eyjunni St. Bart fyrir litlar 90 milljónir Bandaríkjadala. Þar hafa þónokkrar veislurnar verið haldnar en Abramovich hélt árlega teiti á gamlárskvöld þar sem hið ýmsa þotulið fékk boðskort. Má þar nefna Leonardo DiCaprio – sem virðist hafa verið að leika Abramovich í kvikmyndinni The Great Gatsby, George Luas, Ellen DeGeneres og fleiri. Leonardo DiCaprio lék The Great Gatsby í samnefndri kvikmynd. Ásamt því að skjóta upp ógrynni flugelda og leyfa fólki að njóta matar og drykkjar á snekkju sinni, Eclipse - sem kostaði 700 milljónir Bandaríkjadala - þá var boðið upp á tónlistaratriði þar sem Rolling Stone getur staðfest að hver og einn fékk að lágmarki milljón Bandaríkjadala fyrir. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers, Killers og goðsögnina Prince. Um var að ræða eitt síðasta skiptið sem Prince kom fram en hann lést árið 2015. Einnig tók Paul nokkur McCartney lagið með Killers. Abramovich hélt þó ekki aðeins veislur á eyjunni sinni og var Robbie Williams til að mynda flogið til Moskvu þar sem hann spilaði fyrir Roman og góðvini hans í rússnesku ríkisstjórninni. Ferðin átti að vera leynileg en eftir að upp komst að Williams hefði ferðast til Rússlands að skemmta stjórnarmönnum þar í landi gaf hann út lag sem virðist lauslega byggt á reynslu hans frá Moskvu. Það er ljóst að Roman Abramovich vissi ekki aura sinna tal, og gerir mögulega ekki enn. Hann hefur því tekið þá ákvörðun að njóta meðan hægt er og eytt peningum líkt og hann hafi fengið borgað fyrir það undanfarin ár og áratugi. Roman Abramovich er ekki lengur eigandi Chelsea og má reikna með að nýir eigendur haldi töluvert þéttar um budduna en rússnesku auðjöfurinn. Hvort það muni bitna á félaginu á eftir að koma í ljós en það verður erfitt fyrir þá að toppa eyðslu Abramovich innan vallar sem utan. Fótbolti Enski boltinn Rússland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Sjá meira
Roman Abramovich er maður fárra orða. Hann var þekktur sem eigandi Chelsea en nýverið seldi hann félagið. Ástæðuna hefur hann í raun ekki gefið upp en það var ljóst eftir innrás Rússlands í Úkraínu að Roman var mögulega betur tengdur inn í rússnesk stjórnmál en margan grunaði. Hér að neðan verður stiklað á stóru síðan Roman festi kaup á Chelsea en enskur fótbolti hafði ekki séð eiganda líkt og Roman áður en hann mætti til leiks með sitt illa fengna fé. Roman réð José Mourinho til Chelsea.Phil Cole/Getty Images Roman vantaði áhugamál á sínum tíma og þar sem hann hafði gríðarlega gaman að fótbolta þá festi hann kaup á Chelsea. Í kjölfarið dældi hann peningum inn í félagið þar sem árið 2003 var UEFA ekki búið að setja saman reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar með gat auðjöfurinn gert það sem honum sýndist. Hann flutti í kjölfarið til Lundúna - þar sem Chelsea er staðsett - og er í raun stór ástæða þess að hugtakið London-grad varð til. Snýr það að flutningi moldríka Rússa í æ meiri mæli til Lundúna. Chelsea, sem hafði verið ágætis lið án þess þó að vera meðal stærstu liða Englands og hvað þá Evrópu, varð óvænt eitt heitasta lið álfunnar. Þá lagði Roman gríðarlegt fjármagn í akademíu liðsins sem og kvennalið á síðari árum. Liðið varð Englandsmeistari tæplega tveimur árum eftir að Roman eignaðist það og hefur titlunum fjölgað síðan þá. Til að viðhalda árangrinum hefur liðið verslað leikmenn dýrum dómum. Vefurinn FourFourTwo tók saman dýrustu leikmenn Chelsea síðan rússnesku auðjöfurinn festi kaup á félaginu. 10. Mateo Kovacic – 40 milljónir punda (frá Real Madríd, 2019) 9. Ben Chilwell – 45 milljónir (Leicester City, 2020) 8. Timo Werner – 47,5 milljónir (RB Leipzig, 2020) 7. Jorginho – 50 milljónir (Napoli, 2018) 6. Fernando Torres – 50 milljónir (Liverpool, 2011) 5. Christian Pulisic – 57 milljónir (Borussia Dortmund, 2019) 4. Álvaro Morata – 60 milljónir (frá Real Madríd, 2017) 3. Kepa Arrizabalaga – 71 milljón (Athletic Bilbao, 2018) 2. Kai Havertz – 72 milljónir (Bayer Leverkusen, 2020) 1. Romelu Lukaku – 97,5 milljónir (Inter Milan, 2021) Lukaku kostaði Chelsea drjúgan skilding.Sportinfoto/Getty Images Það er ljóst að verðbólga spilar hér stóran hlut en leikmennirnir sem voru keyptir skömmu eftir að Roman eignaðist félagið voru jafn dýrir á þeim tímapunkti. Á vef The Athletic má finna samantekt á hvað leikmenn myndu kosta ef þeir væru keyptir í dag. Þar er til að mynda reiknað út að Michael Essien hefði kostaði Chelsea 95 milljónir punda ef hann væri keyptur í dag. Didier Drogba hefði kostað örlítið minna eða 94,9 milljónir punda. Vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips hefði kostað litlar 82 milljónir punda og þar fram eftir götunum. Abramovich – sem hefur verið líkt sem heldur fámálum og feimnum – elskar að því virðist fátt meira en að eyða peningum enda virðist nóg hafa verið til af þeim. Og er eflaust enn. Roman lét ekki staðar numið eftir að hann keypti Chelsea. Síðan þá hefur hann verið þekktur fyrir að halda veislur sem orð fá vart lýst. Veislur þar sem margt af frægasta tónlistarfólki samtímans hefur mætt og fengið ágætlega borgað fyrir að taka lag eða tvö. "I can t even believe we did it, says one musician about his private gig in Moscow for a Russian energy company. It was like, What the fuck are we doing here? https://t.co/7i1WzaioVn— Rolling Stone (@RollingStone) May 30, 2022 Í grein Rolling Stone kemur fram að árið 2009 hafi Amy Winehouse heitin hafi fengið tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir stutta tónleika sem fram fóru í listasafni í eigu þáverandi eiginkonu Abramovich. Ári síðar festi hann kaup á glæsihýsi sem staðsett er á eyjunni St. Bart fyrir litlar 90 milljónir Bandaríkjadala. Þar hafa þónokkrar veislurnar verið haldnar en Abramovich hélt árlega teiti á gamlárskvöld þar sem hið ýmsa þotulið fékk boðskort. Má þar nefna Leonardo DiCaprio – sem virðist hafa verið að leika Abramovich í kvikmyndinni The Great Gatsby, George Luas, Ellen DeGeneres og fleiri. Leonardo DiCaprio lék The Great Gatsby í samnefndri kvikmynd. Ásamt því að skjóta upp ógrynni flugelda og leyfa fólki að njóta matar og drykkjar á snekkju sinni, Eclipse - sem kostaði 700 milljónir Bandaríkjadala - þá var boðið upp á tónlistaratriði þar sem Rolling Stone getur staðfest að hver og einn fékk að lágmarki milljón Bandaríkjadala fyrir. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Kings of Leon, Red Hot Chili Peppers, Killers og goðsögnina Prince. Um var að ræða eitt síðasta skiptið sem Prince kom fram en hann lést árið 2015. Einnig tók Paul nokkur McCartney lagið með Killers. Abramovich hélt þó ekki aðeins veislur á eyjunni sinni og var Robbie Williams til að mynda flogið til Moskvu þar sem hann spilaði fyrir Roman og góðvini hans í rússnesku ríkisstjórninni. Ferðin átti að vera leynileg en eftir að upp komst að Williams hefði ferðast til Rússlands að skemmta stjórnarmönnum þar í landi gaf hann út lag sem virðist lauslega byggt á reynslu hans frá Moskvu. Það er ljóst að Roman Abramovich vissi ekki aura sinna tal, og gerir mögulega ekki enn. Hann hefur því tekið þá ákvörðun að njóta meðan hægt er og eytt peningum líkt og hann hafi fengið borgað fyrir það undanfarin ár og áratugi. Roman Abramovich er ekki lengur eigandi Chelsea og má reikna með að nýir eigendur haldi töluvert þéttar um budduna en rússnesku auðjöfurinn. Hvort það muni bitna á félaginu á eftir að koma í ljós en það verður erfitt fyrir þá að toppa eyðslu Abramovich innan vallar sem utan.
Fótbolti Enski boltinn Rússland Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn