Veður

Hiti um tíu stig, víða skýjað og dá­lítil væta

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður víða um tíu stig í dag.
Hiti á landinu verður víða um tíu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir suðvestan golu á landinu í dag. Víða verður skýjað veður og dálítil væta öðru hvoru, hitinn um eða undir tíu stigum.

Á vef Veðurstofunnar segir að austanlands verði þó yfirleitt þurrt og þokkalega bjart yfir. Þar verði jafnan hlýjast eða, um sextán eða sautján stig þegar best lætur. Hámarkshiti dagsins er þó líklegur til að mælast á Héraði eða inni á einhverjum Austfjarðanna.

„Keimlíkt veður á morgun, en eilítið ákveðnari vindur, spáð er suðvestan 5-10. Bætir einnig í vætuna og verður rigning með köflum víða á morgun. Austanlands verður þó þurrt veður að mestu fram á kvöld og hiti gæti aftur náð 16-17 stigum þar,“ segir í hugleiðingum veðurstæðings.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan og vestan 5-10 m/s og rigning með köflum, en þurrt austanlands fram á kvöld. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á laugardag: Vestan og norðvestan 5-10 og léttir víða til, en lítilsháttar væta á Norður- og Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Suðlæg átt 5-10 með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á þriðjudag: Austanátt og bjart með köflum, en dálítil væta við suður- og austurströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vestur- og Norðurlandi.

'Á miðvikudag: Austlæg átt og rigning, en úrkomulítið norðvestan- og vestanlands. Hiti frá 7 stigum við austurströndina, upp í 17 stig á Vesturlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.