Erlent

Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill viðbúnaður er við sjúkrahúsið.
Mikill viðbúnaður er við sjúkrahúsið. Lögreglan í Tulsa

Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi.

Árásarmaðurinn sjálfur er talinn hafa svipt sig lífi.

Fréttir af árásinni eru enn á nokkru reiki. Héraðsmiðillinn News On 6 segir lögregluna með mikinn viðbúnað á svæðinu við Warren Clinic, sjúkrahúsið sem um ræðir.

Maðurinn er sagður hafa farið á aðra hæð sjúkrahússins og þar hafi skothríðin byrjað.

Margar mannskæðar skotárásir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og má þar helst nefna árásina í Buffalo í New York og árásina í Uvalde í Texas.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×