Eiður Smári í sigti grísks stórveldis Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 14:03 Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann hætti hjá KSÍ í lok nóvember. vísir/vilhelm Forráðamenn gríska stórveldisins AEK Aþenu hafa sett sig í samband við Eið Smára Guðjohnsen í von um að fá hann til starfa. Frá þessu greina grískir fjölmiðlar og segja AEK vilja fá Eið til starfa sem yfirmann íþróttamála hjá félaginu. Gazzetta greindi frá því í gær að Eiður væri í sigti AEK en hann lék með liðinu tímabilið 2011-2012 en lék reyndar minna en ella með liðinu vegna fótbrots. Gazzetta segir að aðeins eigandinn Dimitris Melissanidis viti nákvæmlega hvaða störfum hugmyndin sé að Eiður gegni hjá AEK. Honum sé þó ætlað að starfa með Pólverjanum Radoslaw Kucharski, nýráðnum yfirmanni knattspyrnumála, nýráðna þjálfaranum Matías Almeyda og mögulega Bruno Alves sem Gazzetta segir útlit fyrir að leggi skóna á hilluna til að hefja störf hjá AEK. Þó að Gazzetta segi Eið Smára starfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands þá hefur hann ekki gert það síðustu mánuði og ekki þjálfað lið síðan að hann hætti sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins í vetur. KSÍ nýtti þá uppsagnarákvæði í samningi við hann, í kjölfar áfengisdrykkju eftir lokaleik Íslands í undankeppni HM. AEK hafnaði í 5. sæti grísku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni sem lauk 17. maí. Það er langt undir því sem félagið ætlar sér enda var tvívegis skipt um þjálfara á leiktíðinni. Liðið varð síðast grískur meistari árið 2018 og þá í tólfta sinn. AEK hefur áður haft Íslending í starfi utan vallar en Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA, var yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu á árunum 2010-2012. Arnar lék með AEK á árunum 1997-2000, Elfar Freyr Helgason var liðsfélagi Eiðs hjá liðinu 2011-2012, og Arnór Ingvi Traustason var að láni hjá félaginu leiktíðina 2017-2018. Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Frá þessu greina grískir fjölmiðlar og segja AEK vilja fá Eið til starfa sem yfirmann íþróttamála hjá félaginu. Gazzetta greindi frá því í gær að Eiður væri í sigti AEK en hann lék með liðinu tímabilið 2011-2012 en lék reyndar minna en ella með liðinu vegna fótbrots. Gazzetta segir að aðeins eigandinn Dimitris Melissanidis viti nákvæmlega hvaða störfum hugmyndin sé að Eiður gegni hjá AEK. Honum sé þó ætlað að starfa með Pólverjanum Radoslaw Kucharski, nýráðnum yfirmanni knattspyrnumála, nýráðna þjálfaranum Matías Almeyda og mögulega Bruno Alves sem Gazzetta segir útlit fyrir að leggi skóna á hilluna til að hefja störf hjá AEK. Þó að Gazzetta segi Eið Smára starfa fyrir Knattspyrnusamband Íslands þá hefur hann ekki gert það síðustu mánuði og ekki þjálfað lið síðan að hann hætti sem aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins í vetur. KSÍ nýtti þá uppsagnarákvæði í samningi við hann, í kjölfar áfengisdrykkju eftir lokaleik Íslands í undankeppni HM. AEK hafnaði í 5. sæti grísku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni sem lauk 17. maí. Það er langt undir því sem félagið ætlar sér enda var tvívegis skipt um þjálfara á leiktíðinni. Liðið varð síðast grískur meistari árið 2018 og þá í tólfta sinn. AEK hefur áður haft Íslending í starfi utan vallar en Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari KA, var yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu á árunum 2010-2012. Arnar lék með AEK á árunum 1997-2000, Elfar Freyr Helgason var liðsfélagi Eiðs hjá liðinu 2011-2012, og Arnór Ingvi Traustason var að láni hjá félaginu leiktíðina 2017-2018.
Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira