Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2022 12:00 Heiða Ragney Viðarsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mættu í upphitunarþátt fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna. stöð 2 sport Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki