Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2022 12:00 Heiða Ragney Viðarsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mættu í upphitunarþátt fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna. stöð 2 sport Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Sport Fleiri fréttir Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Gunnar Nelson í frábæru standi í Króatíu Sport Fleiri fréttir Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira