Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:01 Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark Viking í Noregi. Liðið situr sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@vikingfotball Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira