Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 10:30 „Ooog berjast,“ kallar Carlo Ancelotti eflaust hér inn á völlinn. John Berry/Getty Images Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira