Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 21:07 Þær systur hafa hjálpast að með námið. Það skilaði sér í meðaleinkunn upp á 9,32, hjá þeim báðum. Vísir/Vésteinn Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan. Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira