Fótbolti

Sveindís sat á bekknum er Wolfburg varð bikarmeistari

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er þýskur bikarmeistai í fótbolta.
Sveindís Jane Jónsdóttir er þýskur bikarmeistai í fótbolta. Martin Rose/Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru þýskir bikarmeistarar í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur gegnpotsdam í úrslitaleiknum í dag.

Ewa Pajor kom Wolfsburg í forystu strax á 12. mínútu og hún var aftur á ferðinni tuttugu mínútum síðar þegar hún skoraði annað mark liðsins.

Jill Roord breytti stöðunni í 3-0 stuttu fyrir hálfleik og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo miðvörðurinn Dominique Janssen sem gulltryggði sigur Wolfsburg þegar hún skoraði fjórða mark liðsins á 69. mínútu.

Niðurstaðan varð því 4-0 sigur Wolfsburg og Sveindís og stöllur hennar fögnuðu bikarmeistaratitlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.