Lífið

Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár

Elísabet Hanna skrifar
Benny Andersson, Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad og Bjorn Ulvaeus, meðlimir ABBA á frumsýningunni.
Benny Andersson, Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad og Bjorn Ulvaeus, meðlimir ABBA á frumsýningunni. Getty/Dave J Hogan

ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýnd­ar­veru­leika­tón­leika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll sam­an op­in­ber­lega við frum­sýn­ingu tón­leik­anna.

„ABBA-tarar"

Frumsýningin fór fram í gær í Lund­ún­um í Bretlandi. Þau hafa ekki komið opinberlega fram saman í fjórtán ár. Meðlimirnir koma fram í formi „ABBA-tara" sem eru eins og meðlimirnir litu út árið 1979. Þannig munu þau flytja öll sín vinsælustu lög við undirleik tíu manna hljómsveitar.

Byrja í Lundúnum

Undirbúningur fyrir tónleikana hófst fyrir sex árum og verða þeir haldnir daglega í Lundúnum fram í desember en eftir það fara þeir á flakk til 2026.

ABBA tilkynnti um komu nýrrar plötu, Voyage, og væntanlega tónleika síðasta haust. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í september og fær eflaust að njóta sín á tónleikunum.

„Ekkert ímyndunarafl gæti komið með þá hugmynd að gefa úr nýja plötu eftir fjörutíu ár og enn vera bestu vinir og enn að njóta þess að vera með hvort öðru og hafa algjöra tryggð,“

sagði hljómsveitarmeðlimurinn Ulvaeus í ágúst. Lagið I Still Have Faith in You af plötunni Voyage veitti ABBA fyrstu Grammy tilnefninguna sína.

Íslendingur í undirbúningnum

Hin ís­lenska Svana Gísla­dótt­ir fram­leiðir tón­leikaröðina en hún vann í mörg ár með Joh­an Renck og nú eru þau að vinna með ABBA en áður höfðu þau unnið meðal annars með stórstjörnunni David Bowie. Svana fram­leiddi einnig On the Run Tour fyrir Jay-Z og Beyoncé.

Góðar viðtökur

Þó nokkrar stjörnur virðast nú þegar hafa séð sýninguna og hefur hún hlotið frábær meðmæli frá þeim. Söngkonan Kylie Minogue sagði stemninguna hafa verið rafmagnaða og sýningin út úr þessum heimi. Breski grínistinn Matt Lucas var heldur ekki að spara stóru orðin:


Tengdar fréttir

ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband.

Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember

Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×