Lífið

ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja

Atli Ísleifsson skrifar
Lena og Björn Ulvaeus á frumsýningu í Stokkhólmi árið 2016.
Lena og Björn Ulvaeus á frumsýningu í Stokkhólmi árið 2016. EPA

Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband.

Þau Björn og Lena gengu í hjónaband árið 1981 og eiga saman tvær dæmur, þær Emmu og Önnu.

„Eftir mörg fín og viðburðarík ár höfum við ákveðið að skilja. Við verðum áfram nánir og góðir vinir og munum halda áfram að fagna afmælisdögum barnabarna okkar og halda saman upp á aðrar fjölskylduhátíðir,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu hins 76 ára Björns og hinnar 73 ára Lenu, að því er segir í frétt Aftonbladet.

Þetta er annað hjónaband Björns, en hann var áður giftur ABBA-söngkonunni Agnetu Fältskog á árunum 1971 til 1979.

Þau Björn og Lena kynntust í áramótagleði heima hjá þeim Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad, sem einnig voru í ABBA, árið 1978.

Björn og Lena hafa búið saman í húsi á eynni Vågaskär í skerjagarði Stokkhólms frá árinu 1990.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.