Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár Elísabet Hanna skrifar 27. maí 2022 15:31 Benny Andersson, Agnetha Fältskog, Anni-Frid Lyngstad og Bjorn Ulvaeus, meðlimir ABBA á frumsýningunni. Getty/Dave J Hogan ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýndarveruleikatónleika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll saman opinberlega við frumsýningu tónleikanna. „ABBA-tarar" Frumsýningin fór fram í gær í Lundúnum í Bretlandi. Þau hafa ekki komið opinberlega fram saman í fjórtán ár. Meðlimirnir koma fram í formi „ABBA-tara" sem eru eins og meðlimirnir litu út árið 1979. Þannig munu þau flytja öll sín vinsælustu lög við undirleik tíu manna hljómsveitar. This is ABBA Voyage pic.twitter.com/6kGQ2zu1TU— ABBA Voyage (@ABBAVoyage) May 26, 2022 Byrja í Lundúnum Undirbúningur fyrir tónleikana hófst fyrir sex árum og verða þeir haldnir daglega í Lundúnum fram í desember en eftir það fara þeir á flakk til 2026. View this post on Instagram A post shared by ABBA (@abba) ABBA tilkynnti um komu nýrrar plötu, Voyage, og væntanlega tónleika síðasta haust. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í september og fær eflaust að njóta sín á tónleikunum. „Ekkert ímyndunarafl gæti komið með þá hugmynd að gefa úr nýja plötu eftir fjörutíu ár og enn vera bestu vinir og enn að njóta þess að vera með hvort öðru og hafa algjöra tryggð,“ sagði hljómsveitarmeðlimurinn Ulvaeus í ágúst. Lagið I Still Have Faith in You af plötunni Voyage veitti ABBA fyrstu Grammy tilnefninguna sína. Íslendingur í undirbúningnum Hin íslenska Svana Gísladóttir framleiðir tónleikaröðina en hún vann í mörg ár með Johan Renck og nú eru þau að vinna með ABBA en áður höfðu þau unnið meðal annars með stórstjörnunni David Bowie. Svana framleiddi einnig On the Run Tour fyrir Jay-Z og Beyoncé. Góðar viðtökur Þó nokkrar stjörnur virðast nú þegar hafa séð sýninguna og hefur hún hlotið frábær meðmæli frá þeim. Söngkonan Kylie Minogue sagði stemninguna hafa verið rafmagnaða og sýningin út úr þessum heimi. Breski grínistinn Matt Lucas var heldur ekki að spara stóru orðin: In case you were wondering, #ABBAVoyage is the greatest show on earth. My jaw hit the floor the moment it began and it s still down there. https://t.co/33L7PX8Dok— Matt Lucas (@RealMattLucas) May 26, 2022 Tónlist Tækni Tengdar fréttir ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband. 23. febrúar 2022 09:09 Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag. 2. september 2021 18:59 Ný ABBA lög væntanleg í nóvember Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember. 13. júní 2019 09:59 Allir meðlimir ABBA komu saman í Stokkhólmi Kvöldverðarsýningin "Mamma Mia: The Party“ var frumsýnd í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. 21. janúar 2016 10:33 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„ABBA-tarar" Frumsýningin fór fram í gær í Lundúnum í Bretlandi. Þau hafa ekki komið opinberlega fram saman í fjórtán ár. Meðlimirnir koma fram í formi „ABBA-tara" sem eru eins og meðlimirnir litu út árið 1979. Þannig munu þau flytja öll sín vinsælustu lög við undirleik tíu manna hljómsveitar. This is ABBA Voyage pic.twitter.com/6kGQ2zu1TU— ABBA Voyage (@ABBAVoyage) May 26, 2022 Byrja í Lundúnum Undirbúningur fyrir tónleikana hófst fyrir sex árum og verða þeir haldnir daglega í Lundúnum fram í desember en eftir það fara þeir á flakk til 2026. View this post on Instagram A post shared by ABBA (@abba) ABBA tilkynnti um komu nýrrar plötu, Voyage, og væntanlega tónleika síðasta haust. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í september og fær eflaust að njóta sín á tónleikunum. „Ekkert ímyndunarafl gæti komið með þá hugmynd að gefa úr nýja plötu eftir fjörutíu ár og enn vera bestu vinir og enn að njóta þess að vera með hvort öðru og hafa algjöra tryggð,“ sagði hljómsveitarmeðlimurinn Ulvaeus í ágúst. Lagið I Still Have Faith in You af plötunni Voyage veitti ABBA fyrstu Grammy tilnefninguna sína. Íslendingur í undirbúningnum Hin íslenska Svana Gísladóttir framleiðir tónleikaröðina en hún vann í mörg ár með Johan Renck og nú eru þau að vinna með ABBA en áður höfðu þau unnið meðal annars með stórstjörnunni David Bowie. Svana framleiddi einnig On the Run Tour fyrir Jay-Z og Beyoncé. Góðar viðtökur Þó nokkrar stjörnur virðast nú þegar hafa séð sýninguna og hefur hún hlotið frábær meðmæli frá þeim. Söngkonan Kylie Minogue sagði stemninguna hafa verið rafmagnaða og sýningin út úr þessum heimi. Breski grínistinn Matt Lucas var heldur ekki að spara stóru orðin: In case you were wondering, #ABBAVoyage is the greatest show on earth. My jaw hit the floor the moment it began and it s still down there. https://t.co/33L7PX8Dok— Matt Lucas (@RealMattLucas) May 26, 2022
Tónlist Tækni Tengdar fréttir ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband. 23. febrúar 2022 09:09 Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag. 2. september 2021 18:59 Ný ABBA lög væntanleg í nóvember Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember. 13. júní 2019 09:59 Allir meðlimir ABBA komu saman í Stokkhólmi Kvöldverðarsýningin "Mamma Mia: The Party“ var frumsýnd í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. 21. janúar 2016 10:33 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
ABBA-stjarnan Björn Ulvaeus að skilja Sænski tónlistarmaðurinn Björn Ulvaeus og eiginkona hans, Lena Ulvaeus hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega fjörutíu ára hjónaband. 23. febrúar 2022 09:09
Fjögur ný ABBA lög og plata í nóvember Superbandið ABBA tilkynnti útkomu nýrrar plötu í dag eftir fjörtíu ára hlé og tónleika í leikvangi sem byggður verður sérstaklega fyrir ABBA í Lundúnum. Fyrsta lagið var frumflutt um allan heim á YouTube í dag. 2. september 2021 18:59
Ný ABBA lög væntanleg í nóvember Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember. 13. júní 2019 09:59
Allir meðlimir ABBA komu saman í Stokkhólmi Kvöldverðarsýningin "Mamma Mia: The Party“ var frumsýnd í Gröna Lund í Stokkhólmi í gærkvöldi. 21. janúar 2016 10:33