Fótbolti

Er þetta nýi landsliðsbúningurinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku fótboltalandsliðin hafa spilað í þessum búningi undanfarin tvö ár.
Íslensku fótboltalandsliðin hafa spilað í þessum búningi undanfarin tvö ár. vísir/vilhelm

Það styttist í að nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna verði opinberaður. En svo virðist sem honum hafi verið lekið.

Á Twitter birtust myndir af níu nýjum landsliðsbúningum sem Puma framleiðir, þar á meðal búningi Íslands. Venju samkvæmt er búningurinn blár. Á honum er svo dökkblá rönd og rautt í hálsmálinu.

Von er á að nýr landsliðsbúningur verði formlega kynntur á næstunni.

Hvort sem þetta er raunverulegi búningurinn skal ósagt látið en það kemur í ljós á næstunni.

Í samtali við Fótbolta.net í byrjun mánaðarins sagði Stefán Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, að nýr búningur Íslands yrði kynntur í maí.

Stefán staðfesti einnig að búið væri að framleiða sérstakan landsliðsbúning sem Ísland spilar í á EM kvenna í sumar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.