„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 20:01 Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Kópavogi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land. Málefnasáttmáli flokkanna var undirritaður í dag en þeir störfuðu einnig saman á síðasta kjörtímabili. Ármann Kr. Ólafsson, sitjandi bæjarstjóri, tilkynnti fyrir kosningarnar að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en Sjálfstæðismenn halda áfram bæjarstjórnarstólnum. „Ég er mjög spennt fyrir þessu mikilvæga og stóra verkefni sem er fram undan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og verðandi bæjarstjóri, aðspurð um hvernig henni lítist á nýja hlutverkið. „Að sjálfsögðu er þetta næstu fjögur árin og við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala,“ segir Ásdís enn fremur. Ákveðnar lotur í viðræðunum strembnari en aðrar Viðræður flokkanna hófust strax daginn eftir kjördag en tóku nokkurn tíma að sögn oddvitanna, enda sáttmálinn undirritaður tólf dögum eftir að kosningarnar fóru fram. „Vissulega voru þarna þættir sem þurfti að fara vel yfir og komu ákveðnar lotur sem voru strembnari en aðrar, það verður alveg að viðurkennast,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, en hann tekur fram að í grunninn hafi verið samhljómur um helstu málefnin. „Við ætlum alls ekki að sitja við orðin tóm, heldur ætlum við að klára verkefni sem að við erum búin að lista upp,“ segir Orri um þau verkefni sem kveðið er á um í sáttmálanum. Þetta tekur Ásdís undir. „Við erum afskaplega stolt og ánægð af þeirri niðurstöðu sem við erum að birta hér í sáttmála beggja flokka.“ Aðspurð um hvers vegna það tók svo langan tíma að ljúka viðræðum segir Ásdís að þau hafi viljað vanda til verka. „Í stað þess að flýta okkur um og of þá ákváðum við frekar að gefa okkur tíma að skrifa sáttmála sem að endurspeglar þær áherslur sem báðir flokkarnir lögðu fram í kosningabaráttunni,“ segir Ásdís. Alls mynda flokkarnir tveir sex manna meirihluta, fjórir úr Sjálfstæðisflokknum og tveir úr Framsókn. Um er að ræða sama meirihluta og á síðasta kjörtímabili en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann í kosningunum á meðan Framsóknarflokkurinn bætti við sig manni. Líkt og áður segir halda Sjálfstæðismenn bæjarstjórnarstólnum en Orri Vignir verður formaður bæjarráðs fyrir Framsóknarflokkinn. Flokkarnir skipta síðan á milli sín embætti forseta bæjarstjórnar, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabilsins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57 Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26. maí 2022 14:57
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. 25. maí 2022 18:54
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels