Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:54 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni segir vonbrigði að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira