Innlent

Kynntu mál­efna­samning í Kópa­vogi

Árni Sæberg skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson eru oddvitar meirihlutaflokkanna í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson eru oddvitar meirihlutaflokkanna í Kópavogi. Samsett/Vísir/Vilhelm

Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning.

Þau Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verða á fundinum.

Flokkarnir, sem mynduðu saman meirihluta á síðasta kjörtímabili, fengu saman sex bæjarfulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisfokkurinn tapaði þó einum manni en Framsókn bætti við sig einum. 

Búast má við því að tilkynnt verði hver mun verma bæjarstjórastólinn í Kópavogi næstu fjögur árin. Fullyrt hefur verið að það verði Ásdís Kristjánsdóttir.

Fundinum er nú lokið en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér að neðan:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.