Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 12:42 Loksins hefur verið komist að niðurstöðu um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira