Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur verið stöðug seinustu daga.Veðurstofa Íslands
Skjálftavirkni hefur verið stöðug á Reykjanesskaga seinustu daga en um 200 skjálftar hafa mælst frá því á miðnætti.
„Það var svona aðeins meira að gera í gær, þá var smá virkni í Þorbirni,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem virkni mælist í Þorbirni en enginn af skjálftunum náðu yfir þrjú stig.
„Við höfum ekki verið að fá neinar tilkynningar um að þeir hafa fundist en ég heyrði í kollega mínum á svæðinu í gær og þeir finna alveg skjálftana þar, bara eru ekki að tilkynna þá,“ segir Elísabet. „Þeir eru orðnir svona vanir þessu.“
Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum.
Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.