Staðan mjög þung þetta vorið Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. maí 2022 20:31 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Vísir/Baldur Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu. Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Landspítalinn varaði við því í dag að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. Fram kom í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað. Rætt var við Hjalta Má Björnsson, yfirlækni á bráðamóttökunni, um stöðuna á spítalanum nú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Staðan á bráðamóttökunni, Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu er bara mjög þung þetta vorið. Á þessari stundu bíða rúmlega tuttugu einstaklingar á bráðamóttöku sem fá ekki pláss á legudeildum vegna þess að það eru engin mönnuð legudeildarpláss til að sinna þeim,“ sagði Hjalti. Staðan væri alvarleg. Staðan á bráðamóttökunni er þung.Vísir/VIlhelm „Þetta er mjög alvarlegt. Það ætti enginn að þurfa að bíða eftir þjónustu sem er slasaður og bráðveikur en því miður hefur þessa þunga staða leitt til þess að fólk hefur stundum þurft að bíða jafn vel klukkutímunum saman eftir þjónustu á bráðamóttöku,“ sagði Hjalti. Sagði hann enn fremur að verulegur mönnunarvandi sé til staðar í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef enn trú á því að stjórnvöld séu að vinna í að reyna að leysa úr þessari stöðu en þetta er ekki ástand sem hefur skapast yfir nóttu heldur langvarandi vanræksla í fjármögnun heilbrigðiskerfisins, skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, og þá sérstaklega hjúkrunarfræðinga, leitt til þess núna að heilbrigðiskerfið allt glímir við verulegan mönnunarvanda.“ Staðan bitnaði á öryggi sjúklinga. Já, það gerir það. Ef að fólk fær ekki þjónustu tímanlega. Ef að fólk þarf að liggja á ganginum í stað þess að vera inn á næðisrými þegar það er veikt eða slasað þá að sjálfsögðu felur það í sér ógn við öryggi sjúklinga,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05