Forseti Barcelona líkir PSG við þrælabúðir Atli Arason skrifar 26. maí 2022 07:00 Messi, Neymar og Mbappe, leikmenn PSG, eru í þrælabúðum að mati Laporta. Getty Images Joan Laporta, forseti Barcelona, virðist ekki vera hrifinn af PSG en forsetinn telur að leikmenn liðsins séu þrælar. „Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022 Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
„Leikmenn sem hafa skrifað undir hjá liði eins og PSG eru búnir að skrifa undir þrældóm sinn. Fyrir peninga,“ sagði Laporta við L‘Esportiu de Catalunya, staðbundinn miðill í Katalóníu. Kylian Mbappe skrifaði undir nýjan risa samning við PSG um helgina og neitaði þar með skiptum yfir til Real Madrid í sumar. Sögusagnirnar fóru strax á kreik að Parísar liðið muni losa sig við leikmenn í kjölfarið en eitthvað þarf liðið að gera til vera réttu megin við núllið í fjárhagsreglugerð UEFA, FFP. Laporta ræddi þá m.a. möguleikann á endurkomu Neymar aftur til Barcelona. „Hver elskar ekki Neymar? Hann er framúrskarandi leikmaður. Allir þessir leikmenn sem mögulega myndu koma aftur til Barcelona verða samt að koma frítt. Við erum ekki í aðstöðu til þess að borga háar fjárhæðir í félagaskipti,“ sagði Laporta en Barcelona hefur verið í fjárhagskrísu síðustu ár eftir að hafa eytt of háum fjárhæðum í launagreiðslur og félagaskipti undanfarin áratug. Laporta gagnrýndi einnig PSG fyrr að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims með nýja samningi hans við liðið. Laporta líkir aðferðum PSG við mannrán. „Þetta eyðileggur markaðinn. Leikmönnum verður rænt fyrir peninga. Þetta eru afleiðingar þess þegar heilt ríki er á bak við knattspyrnufélag. Þessi þróun er ekki sjálfbær fyrir fótboltann,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. Barça president Laporta tells @lesportiucat on Neymar: "Who doesn't love Neymar? He's exceptional player... but all these players to return to Barça one day should come for free". 🇧🇷 #FCB"Players who have signed for clubs like PSG, have almost signed their slavery. For money". pic.twitter.com/z3URK6AIfU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2022
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira