Fótbolti

Mbappe að skrifa undir nýjan samning við PSG

Atli Arason skrifar
Kylian Mbappe fagnar marki sem hann skoraði gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur. 
Kylian Mbappe fagnar marki sem hann skoraði gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í vetur.  Getty Images

Allir helstu fjölmiðlar heimsins eru að greina frá því þessa stundina að Kylian Mbappe er að skrifa undir nýjan risasamning við PSG. Mbappe mun því hafna samningstilboði Real Madrid.

Franski framherjinn hefur verið orðaður við brottför frá PSG í allan vetur en nú virðist sú saga vera á enda. Mbappe mun eftir allt vera áfram í herbúðum Parísar liðsins og skrifa undir nýjan þriggja ára samning.

Mbappe hafði áður hafnað samningstilboðum PSG og allt virtist stefna í að franska liðið myndi missa einn af verðmætustu knattspyrnumönnum heims frá sér frítt í sumar.

Real Madrid hafði áður lagt inn tvö risa tilboð í Mbappe, eitt upp á 160 milljónir evra og annað fyrir 180 milljónir evra. PSG hafnaði báðum tilboðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.