Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2022 13:30 Silja Bára Ómarsdóttir. Vísir/Vilhelm Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu. Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“ Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Nítján börn og tveir kennarar létust í árásinni en börnin voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn hét Salvador Ramos og var átján ára. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann hafi notað skammbyssu og riffil þegar hann skaut á fórnarlömb sín. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárása í Bandaríkjunum eða frá árásinni á Sandy Hook grunnskólann í Connecticut árið 2012. Fjöldi fólks hefur eftir árásina kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti og Steve Kerr þjálfari körfuboltaliðsins Golden State Warriors. Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur telur viðbrögðin nú minna á viðbrögð við fyrri skotárásum og óttast að litlar breytingar verði. „Þetta er auðvitað orðið frekar fyrirsjáanlegt þegar að þessar skotárásir verða að Demókratar bregðast við með því að kalla eftir harðari aðgerðum, lagasetningu og banni við skotvopnaeignum en fulltrúar Repúblikana, eins og heyrðist strax frá Ted Cruz í kjölfar árásarinnar, segja að það muni ekki breyta neinu að setja bann. Á meðan staðan er þessi í þinginu að Repúblikanarnir geta tafið mál og komið í veg fyrir framgang þeirra þá því miður sé ég ekki fram á að það verði miklar breytingar.“ Hún segir þó alltaf möguleika á að árásir sem þessar kalli fram fjöldahreyfingar sem berjast gegn skotvopnalöggjöfinni. „Hvort að þessi árás verði sú sem að dugar til þess að kalla fram einhverja fjöldahreyfingu sem að hreinlega fer að berjast gegn þingmönnum sem að styðja skotvopnaeign af þessu tagi það er auðvitað ekki augljóst strax en hingað til hefur þetta bara ekki dugað.“ Á meðan að breytingar á skotvopnalöggjöfinni sé jafn flokkspólitískt mál sé erfitt að sjá fyrir sér að breytingar verði. „Samtök skotvopnaeigenda styðja mjög hart og með miklu fjármagni frambjóðendur Repúblikana sem að flytja þeirra mál í löggjafanum. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér að þetta breytist eftir allar þær árásir sem hafa orðið og í raun og veru öll þessi fjöldamorð af hverju þetta ætti að vera það sem að fyllir mælinn. Ég er allavega orðin frekar vondauf um að sjá breytingar á því.“
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01