Innlent

Hætt við að senda barns­hafandi konu úr landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Magnús Norðdahl, lögmaður konunnar. 
Magnús Norðdahl, lögmaður konunnar.  SIGURJÓN ÓLASON

Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun.

Fréttablaðið greinir frá þessu en konan, sem er komin átta mánuði á leið, mun vera komin með vottorð frá lækni þar sem segir að ekki sé forsvaranlegt að senda hana úr landi að teknu tillits til ástands hennar. Þá er búið að senda gögn hennar til Útlendingastofnunar og lögreglu. 

Í blaðinu segir einnig að vænta megi þess að nánustu fjölskyldumeðlimir hennar fái einnig skjól hér á landi, í það minnsta tímabundið. Mál hælisleitendanna hefur vakið mikla athygli undanfarna daga en hópurinn telur nær 300 manns því sökum kórónuveirufaraldursins hefur ekki verið hægt að senda fólkið af landi brott. Flest fara þau til Grikklands. 

Í gærkvöldi kom síðan fram að ekki ríki eining innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál. Í viðtali í tíufréttum Sjónvarps sagðist Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Sagðist hann hafa komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og bætti við að hann væri ekki einn um þá skoðun í ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir

Guðmundur Ingi óánægður með Jón

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag.

Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi

Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.