Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2022 06:38 Fólk syrgir og biður fyrir utan grunnskólann í Uvalde í gær. AP/San Antonio Express/Billy Calzada Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Samkvæmt lögregluyfirvöldum flúði Ramos þann vettvang á bifreið, sem hann ók að Robb-grunnskólanum í Uvalde, bæ um 130 kílómetra vestur af San Antonio. Lögregla varð vitni að því þegar Ramos klessti á við skólann og yfirgaf bifreiðina með riffil og skammbyssu. Ramos tókst að komast inn í skólabygginguna, þar sem hann skaut meðal annars kennarann Evu Mireles og nítján nemendur, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af lögreglu. Greint hefur verið frá því að Ramos hafi haft að minnsta kosti tvo riffla með sér og þá virðist hann hafa rætt um mögulega árás á netinu áður en hann lét til skarar skríða. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna og fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóðina í gær og hvatt landsmenn til að mótmæla hinum gríðarlega öfluga skotvopnaiðnað, sem hann sakaði um að hafa komið í veg fyrir herðingu laga um byssueign. Forsetinn ræddi um að banna árásarvopn og taka upp skotvopnalöggjöf byggða á „almennri skynsemi“. I m addressing the nation on the horrific elementary school shooting in Uvalde, Texas. https://t.co/8WI1nWHu6R— President Biden (@POTUS) May 25, 2022 Bara á þessu ári hafa 27 skotárásir átt sér stað í skólum í Bandaríkjunum. Þá er aðeins um vika síðan tíu voru skotnir til bana í matvörumarkaði í Buffalo í New York og einn myrtur og fimm særðir í árás á kirkju í Kaliforníu. „Ég er reiður og þreyttur,“ sagði Biden. „Við verðum að grípa til aðgerða og ekki segja mér að við getum ekkert gert til að hafa áhrif á þetta blóðbað,“ sagði forsetinn. Hann minnti einnig á þá sem hefðu lifað árásina; börnin sem hefðu horft á vini sína drepna eins og á vígvellinum. „Þau muni lifa með þessu það sem eftir er,“ sagði Biden. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa.“ Þess bera að geta að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og fullorðinn son sinn úr krabbameini.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27
Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. 24. maí 2022 21:01