Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.
Atkvæðagreiðlan var leynileg en Tedros var einn í framboði. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, tilkynnti á Twitter að Tedros hefði fengið 155 af 160 atkvæðum.
Reuters-fréttastofan segir að kosningu Tedros hafi verið tekið með dúndrandi lófataki á Alþjóðaheilbrigðisþinginu í Genf. Forsetinn þingsins hafi þurft að beita fundarhamri sínum ítrekað til að koma ró á salinn.
WHO sætti nokkurri gagnrýni, sérstaklega í upphafi kórónuveirufaraldursins, fyrir meinta undirgefni við kínversk stjórnvöld. Þau leyfðu rannsakendum WHO meðal annars aldrei að rannsaka upptök faraldursins í Wuhan-héraði til hlýtar.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira