Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Snorri Másson skrifar 25. maí 2022 08:00 Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu. Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Hagskælingar eru að klára vorprófin og við tekur óþreyjufull bið fyrir marga að sjá hvaða menntaskóli vill taka við þeim. Flestir vilja fara í MR, er mat viðmælenda fréttastofu, en einn sem rætt var við var ekki á þeim buxunum. „Ég er búinn að heyra að mikið af fólki langar í MR eða Versló, en stóri bróðir minn er í MR og sagði við mig að mér langaði ekki að fara þangað. Hann útskýrði fyrir mér að MS væri miklu betri, og nokkrar persónur sem ég þekki vilja fara í MS, svo að ég er bara helvíti sáttur með MS,“ sagði Tryggvi Geir Antonsson, 15 ára. Tryggvi greindi einnig frá því að hann væri á lokastigi viðræðna við Bæjarins bestu um að taka að sér stöðu afgreiðslumanns þar um sumarið. Hann hefði töluverðar væntingar um að samningar næðust og lýsti því að í hans tilfelli hlytu allar tekjur að teljast miklar tekjur, enda helstu tekjurnar allajafna tilfallandi tvö þúsund krónur frá foreldrum þegar hann færi út að borða. „Mig langar að vera með einhverja týpu af pening í sumar og hafa einhverja smá rútínu, annað en í fyrra. Þá var ég bara dauður á því,“ sagði Tryggvi. Verndun táninga hefur gengið of langt Tilefni þess að farið var á stúfana um atvinnumál unga fólksins eru heitar umræður sem spruttu af tísti Andrésar Jónssonar almannatengils um að ef til vill hefði verið gengið of langt í að vernda börn frá vinnu. Tillaga: Rýmkum heimildir krakka á aldrinum 12-18 ára til að vinna.- Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. - Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. - Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt.— Andrés Jónsson (@andresjons) May 21, 2022 Farið var eftirfarandi orðum um þau skoðanaskipti í Íslandi í dag: „Eins og margir voru fljótir að benda strax á í svörum við þessu tísti, er Andrés hérna að leggja til að verði tekin upp barnaþrælkun á Íslandi. Hvernig væri að leyfa börnum að vera börn, eins og margir skrifa þarna? Sérðu ekki mikilvægi þess, Andrés, að gefa ungu fólki frelsi á sumrin til þess að njóta lífsins, læra nýja hluti og þroskast sem einstaklingar? Það er úrelt og gamaldags að vera að þvinga ungt fólk til vinnu, enda segja allar rannsóknir okkur núna að það skiptir sérstaklega máli einmitt á þessum aldri að fá allavega 6-7 klukkustundir á dag í næði til að vera á TikTok, 3-4 klukkustundir í PlayStation, 2-3 klukkustundir á YouTube, kannski eina klukkustund í að horfa á klám, og svo frelsi til að hitta vini sína á kvöldin og njóta samveru saman í símunum. Þú getur ekki bara svipt fólk æskunni, það er bara alveg ófyrirséð hvaða áhrif það hefði á unga fólkið okkar. Þessi umræða vakti athygli okkar og við ákváðum að kíkja niður í Hagaskóla, þar sem prófin eru að klárast og ræða við nokkur fórnarlömb barnaþrælkunar, því þau eru þarna úti.“ Innslagið má sjá hér að ofan ásamt viðtölum við Hagskælingana, þessi umfjöllun hefst á tíundu mínútu.
Ísland í dag Framhaldsskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent