Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 19:31 Hörður Björgvin er ekki lengur leikmaður CSKA Moskvu. Sergei Savostyanov/Getty Images Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. „Ef ég byrja frá byrjun hefur þetta verið algjör veisla frá fyrsta degi til loka dags. Erfitt að kveðja klúbbinn svona en ég fékk rosalega góða kveðju frá þeim í síðasta leik,“ sagði Hörður Björgvin en hann kvaddi Moskvu með því að taka Víkingaklappið með stuðningsfólki liðsins. „Ég var vel liðinn hjá klúbbnum og var klökkur þegar ég fékk míkrafóninn til að kveðja stuðningsmennina. Þetta var rosalega erfiður dagur fyrir mig persónulega og fólkið í stúkunni. Það var mikið af fólki grátandi og ég var þarna að labba á milli og faðma marga, klökkur sjálfur. Svona er boltinn og þá fer maður að leita á önnur mið,“ sagði Hörður Björgvin um kveðjustundina. „Ég held það sé Meistaradeild Evrópu þegar við unnum Real Madríd heima – ég reyndar spilaði þá ekki, var á bekknum – en sigurinn úti á Santiago Bernabéu var toppurinn held ég,“ sagði landsliðsmaðurinn aðspurður hvað stæði upp úr fótboltalega séð á tíma hans hjá CSKA Moskvu. Hörður Björgvin sést nú ekki vel á þessari mynd en hann er þarna á bakvið liðsfélaga sína eftir að þeir fögnuðu marki Arnórs Sigurðssonar í Madríd.VI Images/Getty Images Síðustu mánuðir hafa hins vegar ekki verið neinn dans á rósum. Hörður Björgvin sleit hásin á síðasta ári og var að koma til baka þegar Rússland ákvað að ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár, það er hægt að segja það. Frá því í janúar þegar þetta byrjaði, þá var ég í æfingabúðum. Var í Tyrklandi þegar við áttum að fara til Moskvu, það var ákveðinn hópur sem vildi ekki fara til baka. Ég var búinn að heyra að Moskva væri örugg og ekkert myndi gerast þar. Auðvitað bara leiðinlegt mál, þetta er mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um og hvernig þetta er búið að vera, búið að vera mjög erfitt.“ „Ég var búinn að fá lítið að spila og þá þurfti maður bara að æfa meira og gera meira. Var ofboðslega ánægður með að fá kallið í landsliðið, tala við þá og fá eins margar mínútur og ég vildi. Þeir voru tilbúnir að gefa mér eins og ég gat, ég fékk það. Ég er rosalega sáttur og þakka KSÍ fyrir það framlag. Gott að fá mínútur þar og koma til baka en auðvitað skrítnir tímar í Moskvu. Öll þessi bönn á veitingastöðum, á bensíninu og öllu þessu, að koma peningum úr landi var heldur ekki það léttasta.“ Hörður Björgvin (til vinstri) í leik með íslenska landsliðinu.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Framtíðin óráðin „Það hafa komið inn tilboð og líka mikið um fyrirspurnir, það er ekkert sem ég ætla að staðfesta neitt hér. Það eru landsleikir á næstunni, það er mjög stór gluggi fyrir mig. Spila þá alla og sýna hvað ég get gert og vonandi koma inn góð tilboð þannig að maður geti farið heim og valið úr. Ég held það sé draumur fyrir hvern leikmann.“ „Allir pappírar og tölur sýna að ég er í betra standi áður en ég meiddist, sem er mjög skrítið. Ég hef lagt rosalega mikið á mig til að koma sterkari til baka og það hefur sýnt sig. Er mjög ánægður að það hafi ekki komið neitt bakslag og ég er kominn yfir þann kafla núna. Ég er bara eins og nýr leikmaður þannig vonandi gerist eitthvað gott.“ „Ég er til í að fara í nýtt ævintýri. Ég elska að fara í nýtt land og prófa eitthvað nýtt. Ég er rosalega rólegur hvað þetta allt annað. Hvort það sé Grikkland, Tyrkland eða Þýskaland – þetta eru allt lönd sem ég hef aldrei farið til. Síðan er auðvitað England og Ítalía sterk, ég þekki mig mjög vel þar. Það eru skemmtilegir tímar framundan, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Hörður Björgvin áður en hann ræddi veðrið örstutt að lokum. Viðtalið við Hörð Björgvin má sjá hér að neðan. Klippa: Hörður Björgvin segist ekki geta tjáð sig um stríðið Fótbolti Rússneski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
„Ef ég byrja frá byrjun hefur þetta verið algjör veisla frá fyrsta degi til loka dags. Erfitt að kveðja klúbbinn svona en ég fékk rosalega góða kveðju frá þeim í síðasta leik,“ sagði Hörður Björgvin en hann kvaddi Moskvu með því að taka Víkingaklappið með stuðningsfólki liðsins. „Ég var vel liðinn hjá klúbbnum og var klökkur þegar ég fékk míkrafóninn til að kveðja stuðningsmennina. Þetta var rosalega erfiður dagur fyrir mig persónulega og fólkið í stúkunni. Það var mikið af fólki grátandi og ég var þarna að labba á milli og faðma marga, klökkur sjálfur. Svona er boltinn og þá fer maður að leita á önnur mið,“ sagði Hörður Björgvin um kveðjustundina. „Ég held það sé Meistaradeild Evrópu þegar við unnum Real Madríd heima – ég reyndar spilaði þá ekki, var á bekknum – en sigurinn úti á Santiago Bernabéu var toppurinn held ég,“ sagði landsliðsmaðurinn aðspurður hvað stæði upp úr fótboltalega séð á tíma hans hjá CSKA Moskvu. Hörður Björgvin sést nú ekki vel á þessari mynd en hann er þarna á bakvið liðsfélaga sína eftir að þeir fögnuðu marki Arnórs Sigurðssonar í Madríd.VI Images/Getty Images Síðustu mánuðir hafa hins vegar ekki verið neinn dans á rósum. Hörður Björgvin sleit hásin á síðasta ári og var að koma til baka þegar Rússland ákvað að ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár, það er hægt að segja það. Frá því í janúar þegar þetta byrjaði, þá var ég í æfingabúðum. Var í Tyrklandi þegar við áttum að fara til Moskvu, það var ákveðinn hópur sem vildi ekki fara til baka. Ég var búinn að heyra að Moskva væri örugg og ekkert myndi gerast þar. Auðvitað bara leiðinlegt mál, þetta er mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um og hvernig þetta er búið að vera, búið að vera mjög erfitt.“ „Ég var búinn að fá lítið að spila og þá þurfti maður bara að æfa meira og gera meira. Var ofboðslega ánægður með að fá kallið í landsliðið, tala við þá og fá eins margar mínútur og ég vildi. Þeir voru tilbúnir að gefa mér eins og ég gat, ég fékk það. Ég er rosalega sáttur og þakka KSÍ fyrir það framlag. Gott að fá mínútur þar og koma til baka en auðvitað skrítnir tímar í Moskvu. Öll þessi bönn á veitingastöðum, á bensíninu og öllu þessu, að koma peningum úr landi var heldur ekki það léttasta.“ Hörður Björgvin (til vinstri) í leik með íslenska landsliðinu.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Framtíðin óráðin „Það hafa komið inn tilboð og líka mikið um fyrirspurnir, það er ekkert sem ég ætla að staðfesta neitt hér. Það eru landsleikir á næstunni, það er mjög stór gluggi fyrir mig. Spila þá alla og sýna hvað ég get gert og vonandi koma inn góð tilboð þannig að maður geti farið heim og valið úr. Ég held það sé draumur fyrir hvern leikmann.“ „Allir pappírar og tölur sýna að ég er í betra standi áður en ég meiddist, sem er mjög skrítið. Ég hef lagt rosalega mikið á mig til að koma sterkari til baka og það hefur sýnt sig. Er mjög ánægður að það hafi ekki komið neitt bakslag og ég er kominn yfir þann kafla núna. Ég er bara eins og nýr leikmaður þannig vonandi gerist eitthvað gott.“ „Ég er til í að fara í nýtt ævintýri. Ég elska að fara í nýtt land og prófa eitthvað nýtt. Ég er rosalega rólegur hvað þetta allt annað. Hvort það sé Grikkland, Tyrkland eða Þýskaland – þetta eru allt lönd sem ég hef aldrei farið til. Síðan er auðvitað England og Ítalía sterk, ég þekki mig mjög vel þar. Það eru skemmtilegir tímar framundan, nú er bara að bíða og sjá hvað gerist,“ sagði Hörður Björgvin áður en hann ræddi veðrið örstutt að lokum. Viðtalið við Hörð Björgvin má sjá hér að neðan. Klippa: Hörður Björgvin segist ekki geta tjáð sig um stríðið
Fótbolti Rússneski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Tímamót Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira