Segir heiminn á vendipunkti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 11:09 Vólódímír Selenskí er hann ávarpaði samkomuna í Davos í morgun. AP/Markus Schreiber) Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53