Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:20 Stjörnustríðsaðdáandi þurrkar af eftirlíkingu af X-vængju fyrir ráðstefnu í Þýskalandi. Vísir/Getty Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira
Það var George Lucas, skapari Stjörnustríðs, sem fékk Cantwell til að hann og smíða frumgerðir að Helstirninu, X-vængjunni, TIE-orrustuflaugunum og stjörnuspillum keisaraveldisins fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina sem kom út árið 1977. Cantwell hannaði einnig fyrstu útgáfuna af Þúsaldarfálkanum, fráasta geimfarsins í Stjörnustríðsheiminum. Cantwell var menntaður í teiknimyndagerð en lærði einnig arkítektúr. Hann starfaði meðal annars hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Þrýstihreyfilstilraunastofuna (JPL) þar sem hann tók þátt í að fræða almenning um geimferðir í kapphlaupi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á 7. áratug síðustu aldar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Colin Cantwell was the concept artist who's most famously known for his iconic designs of various Star Wars ships including the X-Wing, TIE fighter, and Death Star, passed away on Saturday, May 21st. He was 90 years old. pic.twitter.com/yhTOwPdCWV— IGN (@IGN) May 22, 2022 Þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins í fyrsta skipti árið 1969 vann Cantwell með Walter Conkite, goðsagnarkennda sjónvarpsfréttamanninum og tengdi hann við tunglfarana. Hæfileikar Cantwell nýttust vel í Hollywood. Fyrsta kvikmyndin sem hann kom nálægt var 2001 Kubrick árið 1968 og vann hann meðal annars við tæknibrellur fyrir frægt opnunaratriði í geimnum. Síðar vann Cantwell með Steven Spielberg að Nánum kynnum við þriðju tegundina og skrifaði tvær vísindaskáldsögur.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Star Wars Andlát Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira