Enski boltinn

Cavani sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir kveðjuleikinn fyrir United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Edinson Cavani var eitthvað illa fyrir kallaður eftir síðasta leikinn fyrir Manchester United.
Edinson Cavani var eitthvað illa fyrir kallaður eftir síðasta leikinn fyrir Manchester United. getty/Ash Donelon

Edinson Cavani var ekki sáttur eftir síðasta leik sinn fyrir Manchester United og sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir hann.

Cavani var í byrjunarliði United gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Úrúgvæinn komst ekki á blað í þessum síðasta leik sínum fyrir United. Palace vann 1-0 sigur þökk sé marki Wilfrieds Zaha.

Þegar Cavani var að fara um borð í liðsrútu United eftir leikinn lenti hann í orðaskaki við stuðningsmenn sem voru fyrir utan völlinn og lyfti löngutöng í átt að einum þeirra. Ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var stuðningsmaður United eða Palace.

Cavani lék með United í tvö tímabil. Hann átti góða spretti á síðasta tímabili en var sjaldan til taks í vetur. Ekki liggur fyrir hver næsti áfangastaður framherjans 35 ára á ferlinum verður.

United endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.