Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 22. maí 2022 13:30 Hver hreppir krúnuna? Getty Images Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni 1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira