Juventus endaði á tapi | Fiorentina í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 22:01 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hélt áfram í kvöld. Juventus tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á útivelli. Empoli vann 1-0 útisigur á Atalanta og þá gerði Lazio 3-3 jafntefli við Hellas Verona. Max Allegri stillti upp töluvert breyttu liði en Juventus hafði þegar tryggt sér 4. sæti og þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það stefni allt í að staðan yrði markalaus er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en Alfred Duncan kom heimamönnum í Fiorentina yfir í uppbótartíma og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma kom svo annað mark leiksins en Nicolas Gonzales skoraði þá úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 Fiorentina í vil sem endaði tímabilið með 62 stig í 7. sæti á meðan Juventus endaði með 70 stig í 4. sæti. Þetta var síðasti leikur hins 37 ára Giorgio Chiellini fyrir Juventus. Hann var tekinn af velli í hálfleik. 200 - Giorgio Chiellini and Leonardo Bonucci will play tonight their 200th Serie A match together for Juventus. Brothers. pic.twitter.com/PfDTocc7Eg— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 21, 2022 Verona komst 2-0 yfir gegn Lazio þökk sé mörkum Giovanni Simeone og Kevin Lasagna. Jovane Cabral og Felipe Anderson jöfnuðu metin fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleik var lokið. Pedro kom Lazio yfir á 62. mínútu en Martin Hongla jafnaði metin fyrir Verona og þar við sat, lokatölur 3-3. Lazio endar tímabilið í 5. sæti með 64 stig á meðan Verona endaði í 9. sæti með 53 stig. Leo Stulac skoraði sigumark Empoli gegn Atalanta. Síðarnefnda liðið hefði með sigri getað stolið 7. sætinu af Fiorentina en endar þess í stað í því 8. með 59 stig. Empoli lýkur leik í 14. sæti með 41 stig. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Max Allegri stillti upp töluvert breyttu liði en Juventus hafði þegar tryggt sér 4. sæti og þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það stefni allt í að staðan yrði markalaus er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en Alfred Duncan kom heimamönnum í Fiorentina yfir í uppbótartíma og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma kom svo annað mark leiksins en Nicolas Gonzales skoraði þá úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 Fiorentina í vil sem endaði tímabilið með 62 stig í 7. sæti á meðan Juventus endaði með 70 stig í 4. sæti. Þetta var síðasti leikur hins 37 ára Giorgio Chiellini fyrir Juventus. Hann var tekinn af velli í hálfleik. 200 - Giorgio Chiellini and Leonardo Bonucci will play tonight their 200th Serie A match together for Juventus. Brothers. pic.twitter.com/PfDTocc7Eg— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 21, 2022 Verona komst 2-0 yfir gegn Lazio þökk sé mörkum Giovanni Simeone og Kevin Lasagna. Jovane Cabral og Felipe Anderson jöfnuðu metin fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleik var lokið. Pedro kom Lazio yfir á 62. mínútu en Martin Hongla jafnaði metin fyrir Verona og þar við sat, lokatölur 3-3. Lazio endar tímabilið í 5. sæti með 64 stig á meðan Verona endaði í 9. sæti með 53 stig. Leo Stulac skoraði sigumark Empoli gegn Atalanta. Síðarnefnda liðið hefði með sigri getað stolið 7. sætinu af Fiorentina en endar þess í stað í því 8. með 59 stig. Empoli lýkur leik í 14. sæti með 41 stig. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira