Max Allegri stillti upp töluvert breyttu liði en Juventus hafði þegar tryggt sér 4. sæti og þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það stefni allt í að staðan yrði markalaus er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en Alfred Duncan kom heimamönnum í Fiorentina yfir í uppbótartíma og staðan 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja.
Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma kom svo annað mark leiksins en Nicolas Gonzales skoraði þá úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-0 Fiorentina í vil sem endaði tímabilið með 62 stig í 7. sæti á meðan Juventus endaði með 70 stig í 4. sæti.
Þetta var síðasti leikur hins 37 ára Giorgio Chiellini fyrir Juventus. Hann var tekinn af velli í hálfleik.
200 - Giorgio Chiellini and Leonardo Bonucci will play tonight their 200th Serie A match together for Juventus. Brothers. pic.twitter.com/PfDTocc7Eg
— OptaPaolo (@OptaPaolo) May 21, 2022
Verona komst 2-0 yfir gegn Lazio þökk sé mörkum Giovanni Simeone og Kevin Lasagna. Jovane Cabral og Felipe Anderson jöfnuðu metin fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleik var lokið.
Pedro kom Lazio yfir á 62. mínútu en Martin Hongla jafnaði metin fyrir Verona og þar við sat, lokatölur 3-3. Lazio endar tímabilið í 5. sæti með 64 stig á meðan Verona endaði í 9. sæti með 53 stig.
Leo Stulac skoraði sigumark Empoli gegn Atalanta. Síðarnefnda liðið hefði með sigri getað stolið 7. sætinu af Fiorentina en endar þess í stað í því 8. með 59 stig. Empoli lýkur leik í 14. sæti með 41 stig.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.