„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 20:40 Ada Hegerberg stangar boltann í netið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu. Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Segja má að sigur kvöldsins hafi fullkomnað endurkomu Ödu Hegerberg. Eftir að slíta krossbönd snemma árs 2020 þá meiddist hún illa aftur sama ár. Á endanum var hún frá í meira en eitt og hálft ár. Hún sneri til baka í október síðastliðnum og hefur verið að koma sér í sitt gamla form hægt og rólega. Í aðdraganda úrslitaleiksins sagði Ada að henni fyndist að fólk hefði verið full fljótt að gleyma hversu gott lið Lyon væri. Hún bakkaði það svo upp á vellinum. Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins, spurði Ödu út í fagnið hennar en hann taldi að hún væri að gefa eitthvað í skyn með því hvernig hún hefur fagnað mörkum sínum að undanförnu. „Ég veit það ekki, fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala. Við viljum ekki tala of mikið utan vallar, þetta snýst allt um að standa sig innan vallar. Við höfum alltaf sagt það sem lið, við einbeitum okkur að því,“ sagði Ada eftir leik og hélt áfram. „Þetta snýst alltaf um næsta bikar, svo maður verður að koma sér aftur út á völl, vinna hart að sér og leyfa öðru fólki að tala.“ @AdaStolsmo: "Resilience!"Big words from the champ. pic.twitter.com/KZXP2EoRxv— DAZN Football (@DAZNFootball) May 21, 2022 „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að standa hér ári síðar. Ég er komin langa leið, ég fæ gæsahúð við að hugsa um það. Seigla, leggja hart að sér, þetta er allt þess virði. Það er svo hvetjandi og ég bara 26 svo ég á nóg eftir,“ sagði Ada hlæjandi að endingu aðspurð út í meiðslin.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira