Fótbolti

Hjörtur í úr­slit | Willum Þór tapaði í bikar­úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Pisa fagna að leik loknum.
Leikmenn Pisa fagna að leik loknum. Twitter@PisaSC

Það var misjafnt gengi þeirra Hjartar Hermannssonar, leikmanns Pisa á Ítalíu, og Willum Þórs Willumssonar, leikmanns BATE Borisov í Hvíta Rússlandi.

Hjörtur Hermannsson og liðsfélagar hans í Pisa eru komnir úrslit umspilsins í Serie B, ítölsku B-deildarinnar í fótbolta. Liðið vann 1-0 sigur á Benevento í dag eftir að tapa fyrri leiknum með sama mun.

Þar sem Pisa endaði ofar en Benevento í deildinni þá eru það Hjörtur og félagar sem eru komnir í úrslit umspilsins um sæti í Serie A á næstu leiktíð. Í úrslitum mætir Pisa annað hvort Brescia eða Monza.

Fari Hjörtur upp verður hann annar Íslendingurinn til að áorka það en Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce fóru einnig upp úr Serie B.

Í Hvíta-Rússlandi var Willum Þór í byrjunarliði BATE sem mætti Gomel í úrslitum bikarkeppninnar þar í landi. Því miður mátti BATE – sem trónir á toppi deildarinnar – þola 2-1 tap.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.