Innlent

Silja Bára nýr formaður Rauða krossins á Íslandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður Stefánsdóttir (t.v.), nýkjörinn varaformaður, og Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi.
Sigríður Stefánsdóttir (t.v.), nýkjörinn varaformaður, og Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi. Aðsend

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fór fram á Grand hótel í dag. Aðalfundarfulltrúar frá sextán deildum víðsvegar um landið mættu.

Ný stjórn var kjörin og tekur Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, við sem formaður félagsins af Sveini Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin átta ár.

Sigríður Stefánsdóttir var kjörin varaformaður.

Þá voru þau Ívar Kristinsson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, Sigurjón Haukur Valsson, Símon Friðrik Símonarson og Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin í stjórn. Áfram sitja í stjórninni þau Baldur Steinn Helgason, Elín Ósk Helgadóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Sveinn Þorsteinsson. Varamenn voru kjörin Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir og Unnsteinn Ingason.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×