Líkir úrslitaleiknum við hina fullkomnu kvikmynd en er sjálfri líkt við Iniesta og Busquets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 09:00 Alexia Putellas er mögnuð í alla staði. EPA-EFE/Alejandro Garcia Alexia Putellas er prímusmótor Barcelona, besta fótboltaliðs í heimi. Hún mun stýra spili liðsins er það mætir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í dag. Þar mætast nútíð og fortíð, besta lið heims gegn liðinu sem drottnaði yfir Evrópu til fjölda ára. Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira