Enski boltinn

Thomas Tuchel: Kraftaverk að hafa náð þriðja sætinu án Kante

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ngolo Kante á ferðinni með boltann í leik Chelsea og Leicester City á Stamford Bridge í gær.
Ngolo Kante á ferðinni með boltann í leik Chelsea og Leicester City á Stamford Bridge í gær. Getty/Mike Hewitt

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er á því að það hafi verið mikið afrek hjá hans mönnum að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni miðað við öll þau meiðslavandræði sem miðjumaðurinn N'Golo Kante glímdi á leiktíðinni.

1-1 jafntefli Chelsea á móti Leicester í gær nánast tryggði liðinu bronsið í deildinni. Chelsea er með þriggja stiga forskot á Tottenham fyrir lokaumferðina auk þess að vera með átján marka forskot í markatölu.

Kante missti af meira en helmingi tímabilsins og ástæðan var ekki aðeins ein meiðsli heldur margs konar.

„Hann er maðurinn sem gerir gæfumuninn,“ sagði Thomas Tuchel eftir leikinn í gær.

„Ég tel að hann algjör lykilleikamður fyrir okkur en slíkir lykil, lykil, lykilmenn þurfa að vera inn á vellinum. Hann spilaði aðeins fjörutíu prósent af leikjunum okkar. Það er því kannski kraftaverk að við höfum náð þessu þriðja sæti,“ sagði Tuchel.

N'Golo Kante tók þátt í 25 deildarleikjum og Chelsea náði í 1,9 stig að meðaltali út úr þeim.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.