Fótbolti

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fylkismenn unnu öruggan sigur í kvöld.
Fylkismenn unnu öruggan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Benedikt Garðarsson kom Fylkismönnum yfir gegn Fjölni strax á 14. mínútu áður en Hákon Ingi Jónsson jafnaði metin fyrir gestina sjö mínútum fyrir hálfleik.

Nikulás Gunnarsson kom heimamönnum yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og Hallur Húni Þorsteinsson sá til þess að staðan var 3-1 í hálfleik með marki á 45. mínútu.

Ásgeir Eyþórsson kom Árbæingum í 4-1 snemma í síðari hálfleik, en Ómar Björn Stefánsson bætti fimmta markinu við fimm mínútum fyrir leikslok.

Hákon Ingi Jónsson klóraði í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma, en Hans Guðmundsson fékk að líta beint rautt spjald á seinustu andartökum leiksins og Fjölnismenn kláruðu því leikinn manni færri.

Sigurinn lyftir Fylkismönnum í efsta sæti Lengjudeildarinnar, en liðið er með sjö stig eftir þrjá leiki, einu stigi meira en Fjölnir sem situr í þriðja sæti.

Á sama tíma vann Grótta góðan 2-0 sigur gegn HK þar sem Sigurbergur Áki Jörundsson og Kjartan Halldórsson sáu um markaskorun heimamanna.

Grótta er nú í öðru sæti deildarinnar með sex stig, en HK-ingar sitja í sjötta sæti með þrjú.

Þá unnu Víkingsstúlkur öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Grindavík í Lengjudeild kvenna. Víkingur situr í fjórða sæti deildarinnar með sex stig, þremur stigum meira en Grindavík sem situr í því sjöttaþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×