Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 14:59 Á Vífilsstöðum í Garðabæ er öldrunardeild fyrir 42 sjúklinga á þremur hæðum. Aðalbyggingin var tekin í notkun árið 1910. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira