Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 14:59 Á Vífilsstöðum í Garðabæ er öldrunardeild fyrir 42 sjúklinga á þremur hæðum. Aðalbyggingin var tekin í notkun árið 1910. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
„Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira