Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 15:00 Ekki bólar mikið á því að KR-ingar vilji samgleðjast Valsmönnum með titilinn í gær. Og það þykir Valsmönnum ekki sæmilegt. Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar. Eins og DV greindi frá í dag fóru þeir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Egill Helgason sjónvarpsmaður í hár saman á Facebook í gærkvöldi í kjölfar leiksins. Egill, sem er stuðningsmaður KR, benti á í athugasemd, þar sem Valsmönnum er óskað til hamingju með sigurinn, að það megi nú reyndar fetta fingur út í tilurð þessa fyrsta titils Valsara í körfubolta í hartnær fjörutíu ár. Fögnuður Valsmanna var mikill í gærkvöldi.Vísir/Bára Dröfn „Mér finnst það ekki smart hvernig Valur í skjóli auðs er að kaupa íþróttamenn í stórum stíl. Og ekki bara af því ég er fúll KR-ingur, í félagi sem ekki getur spilað þennan leik, heldur er þetta vont fyrir íþróttahreyfinguna,“ segir Egill. Grímur í sigurvímu bregst ókvæða við Grímur, sem er stjórnarmaður í körfuboltadeild Valsara, brást ókvæða við þessari tilraun Egils til að slá á gleðina: „Hvaða rugl er þetta í þér maður? Veistu eitthvað um rekstur körfuboltaliða í dag? Veistu hvað ég og fjöldi annarra sjálfboðaliða leggjum á okkur til þess að reka deildina í Val? Þannig er þetta í öllum liðum. Gríðarlega dýr rekstur flestra liða í efstu deild – Njarðvík, Stjarnan, Tindastólll, Keflavík, ÍR, Grindavík, Þór Þorlákshöfn og já KR: þessi lið eru öll með 3-6 100% atvinnumenn. Óþolandi þessi mantra um að Valur sé öðruvísi en hin liðin í þessu efnum. Vissi ekki að þú værir maður falsfréttanna.“ Þarna tíðkast þau hin breiðu spjótin því varla er hægt að saka fjölmiðlamann um nokkuð verra en framleiðslu falsfrétta. Eiginkona Gríms, Helga Vala Helgadóttir alþingismaður, mætti í Valstreyju í gær til að lýsa yfir stuðningi við félag þeirra hjóna og fagnaði svo í morgun sigrinum ásamt félaga sínum Brynjar Níelssyni aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásta Júlía Grímsdóttir, dóttir þeirra Helgu Völu og Gríms, hefur spilað með Val undanfarin ár og unnið þar til titla. Valchester City Eitraðar sendingar til Valsmanna láta ekki á sér standa, ekki síst úr ranni KR-inga sem telja að Valsmenn hafi í krafti fjármagns sogað til sín atgervi úr Vesturbænum. Í sigurliði Vals er að finna leikmenn og þjálfara úr þeirra röðum svo sem þá Pavel Ermolinski og Kristófer Acox sem fór á Hlíðarenda eftir ágreining um launamál hjá KR. Íslandsmeistaratitill Valchester City sýnir á svo fallegan hátt að það er hægt að byggja upp sigurlið frá grunni eftir áratugi í eyðimörkinni - allt sem þú þarft er gefins milljarðar frá stjórnvöldum.— Alexander Freyr (@alexander_freyr) May 19, 2022 Alexander Freyr Einarsson hagfræðingur, fyrrverandi blaðamaður Viðskiptablaðsins, nýr þeim Valsmönnum upp úr því að hafa náð árangri í krafti fjármagnsins. Hann skefur ekki af því í Twitterfærslu: „Íslandsmeistaratitill Valchester City sýnir á svo fallegan hátt að það er hægt að byggja upp sigurlið frá grunni eftir áratugi í eyðimörkinni - allt sem þú þarft er gefins milljarðar frá stjórnvöldum.“ Þarna er vísað til hins fjársterka enska liðs Manchester City sem einmitt hefur náð góðri stöðu vegna þess hversu félagið er stöndugt, en Alexander Freyr er harður stuðningsmaður KR. Kjarninn skrifaði fréttaskýringu á sínum tíma sem fjallar um það hvernig vildi til að Valur varð ríkasta íþróttafélag landsins, þannig að ekki er þetta úr lausu lofti gripið hjá Alexander Frey, þó deila megi um hvort viðeigandi sé að henda þeirri fýlubombu í umræðuna þegar Valsmenn fagna. KR-ingar svekktari en Stólarnir Það má ljóst vera að Valsmenn taka þessum skotum ekkert sérstaklega vel. Og vilja svara KR-ingum í sömu mynt. Eitt annað dæmi af Twitter er athugasemd Arnars Sveins Geirssonar sálfræðings og pistlahöfundar. Arnar Sveinn, uppalinn Valsmaður, spilaði knattspyrnu með meistaraflokki félagsins og er sonur Geirs Sveinssonar handknattleikskappa úr Val. Það ætti þá ekki að þurfa að spyrja að því hvað klukkan slær á þeim bænum. Það er svo magnað að KRingum líði verr en Stólunum. Spiluðu síðast leik fyrir rúmum mánuði síðan. Keppast við að setja inn myndir af fyrrum KRingum, sem nú eru hörðustu Valsarar í heiminum, og reyna að klóra í bakkann."Vesturbærinn bráðum Valshverfi"— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 18, 2022 „Það er svo magnað að KRingum líði verr en Stólunum. Spiluðu síðast leik fyrir rúmum mánuði síðan. Keppast við að setja inn myndir af fyrrum KRingum, sem nú eru hörðustu Valsarar í heiminum, og reyna að klóra í bakkann,“ segir Arnar Sveins. Og bætir við: „Vesturbærinn bráðum Valshverfi“. Af þessu má ráða að áratugalangar erjur milli Vals og KR lifa góðu lífi. Hinar eitruðu sendingar sem nú má víða finna á samfélagsmiðlum eru til marks um að litlir kærleikar eru með stuðningsmönnum þeirra fornfrægu íþróttafélaga. Glaðasti Valsari í heimi Vesturbæingur Líklega hlær enginn hærra eftir úrslitin í gær en fyrrnefndur Kristófer. Uppaldi miðherjinn hjá KR skipti sem fyrr segir yfir í Val eftir harða launadeilu í Vesturbænum. Svo harða að málið fór alla leið fyrir dómstóla. Páll Kolbeinsson, goðsögn hjá KR og þáverandi gjaldkeri körfuknattleiksdeildar félagsins, sakaði Kristófer um að leynt því fyrir félaginu að hann ætti við meiðsli að stríða. Kristófer var afar ósáttur við KR-inga og sagði þá ítrekað ekki hafa staðið í skilum þegar kom að launagreiðslum. Kristófer hafði að lokum sigur í héraðsdómi, KR-ingar voru dæmdir til að greiða honum fjórar milljónir króna. Þegar sigurreifur Kristófer var svo spurður að því að loknum sigrinum í gærkvöldi, hvort hann væri orðinn harður Valsari, þá stóð ekki á svörum. „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer og má vera ljóst að stuðningsmenn KR hafa ekki haft gaman af þessari fullyrðingu miðherjans úr Vesturbænum. Þá má ekki gleyma því að Jón Arnór Stefánsson, af mörgum talinn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar, færði sig líka úr KR yfir í Val með þeim Pavel og Kristófer. Jón, sem lagði skóna á hilluna í fyrra, var á hliðarlínunni í gær þar sem hann studdi Valsara með ráðum og dáðum. Valur KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. 19. maí 2022 14:01 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Eins og DV greindi frá í dag fóru þeir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Egill Helgason sjónvarpsmaður í hár saman á Facebook í gærkvöldi í kjölfar leiksins. Egill, sem er stuðningsmaður KR, benti á í athugasemd, þar sem Valsmönnum er óskað til hamingju með sigurinn, að það megi nú reyndar fetta fingur út í tilurð þessa fyrsta titils Valsara í körfubolta í hartnær fjörutíu ár. Fögnuður Valsmanna var mikill í gærkvöldi.Vísir/Bára Dröfn „Mér finnst það ekki smart hvernig Valur í skjóli auðs er að kaupa íþróttamenn í stórum stíl. Og ekki bara af því ég er fúll KR-ingur, í félagi sem ekki getur spilað þennan leik, heldur er þetta vont fyrir íþróttahreyfinguna,“ segir Egill. Grímur í sigurvímu bregst ókvæða við Grímur, sem er stjórnarmaður í körfuboltadeild Valsara, brást ókvæða við þessari tilraun Egils til að slá á gleðina: „Hvaða rugl er þetta í þér maður? Veistu eitthvað um rekstur körfuboltaliða í dag? Veistu hvað ég og fjöldi annarra sjálfboðaliða leggjum á okkur til þess að reka deildina í Val? Þannig er þetta í öllum liðum. Gríðarlega dýr rekstur flestra liða í efstu deild – Njarðvík, Stjarnan, Tindastólll, Keflavík, ÍR, Grindavík, Þór Þorlákshöfn og já KR: þessi lið eru öll með 3-6 100% atvinnumenn. Óþolandi þessi mantra um að Valur sé öðruvísi en hin liðin í þessu efnum. Vissi ekki að þú værir maður falsfréttanna.“ Þarna tíðkast þau hin breiðu spjótin því varla er hægt að saka fjölmiðlamann um nokkuð verra en framleiðslu falsfrétta. Eiginkona Gríms, Helga Vala Helgadóttir alþingismaður, mætti í Valstreyju í gær til að lýsa yfir stuðningi við félag þeirra hjóna og fagnaði svo í morgun sigrinum ásamt félaga sínum Brynjar Níelssyni aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásta Júlía Grímsdóttir, dóttir þeirra Helgu Völu og Gríms, hefur spilað með Val undanfarin ár og unnið þar til titla. Valchester City Eitraðar sendingar til Valsmanna láta ekki á sér standa, ekki síst úr ranni KR-inga sem telja að Valsmenn hafi í krafti fjármagns sogað til sín atgervi úr Vesturbænum. Í sigurliði Vals er að finna leikmenn og þjálfara úr þeirra röðum svo sem þá Pavel Ermolinski og Kristófer Acox sem fór á Hlíðarenda eftir ágreining um launamál hjá KR. Íslandsmeistaratitill Valchester City sýnir á svo fallegan hátt að það er hægt að byggja upp sigurlið frá grunni eftir áratugi í eyðimörkinni - allt sem þú þarft er gefins milljarðar frá stjórnvöldum.— Alexander Freyr (@alexander_freyr) May 19, 2022 Alexander Freyr Einarsson hagfræðingur, fyrrverandi blaðamaður Viðskiptablaðsins, nýr þeim Valsmönnum upp úr því að hafa náð árangri í krafti fjármagnsins. Hann skefur ekki af því í Twitterfærslu: „Íslandsmeistaratitill Valchester City sýnir á svo fallegan hátt að það er hægt að byggja upp sigurlið frá grunni eftir áratugi í eyðimörkinni - allt sem þú þarft er gefins milljarðar frá stjórnvöldum.“ Þarna er vísað til hins fjársterka enska liðs Manchester City sem einmitt hefur náð góðri stöðu vegna þess hversu félagið er stöndugt, en Alexander Freyr er harður stuðningsmaður KR. Kjarninn skrifaði fréttaskýringu á sínum tíma sem fjallar um það hvernig vildi til að Valur varð ríkasta íþróttafélag landsins, þannig að ekki er þetta úr lausu lofti gripið hjá Alexander Frey, þó deila megi um hvort viðeigandi sé að henda þeirri fýlubombu í umræðuna þegar Valsmenn fagna. KR-ingar svekktari en Stólarnir Það má ljóst vera að Valsmenn taka þessum skotum ekkert sérstaklega vel. Og vilja svara KR-ingum í sömu mynt. Eitt annað dæmi af Twitter er athugasemd Arnars Sveins Geirssonar sálfræðings og pistlahöfundar. Arnar Sveinn, uppalinn Valsmaður, spilaði knattspyrnu með meistaraflokki félagsins og er sonur Geirs Sveinssonar handknattleikskappa úr Val. Það ætti þá ekki að þurfa að spyrja að því hvað klukkan slær á þeim bænum. Það er svo magnað að KRingum líði verr en Stólunum. Spiluðu síðast leik fyrir rúmum mánuði síðan. Keppast við að setja inn myndir af fyrrum KRingum, sem nú eru hörðustu Valsarar í heiminum, og reyna að klóra í bakkann."Vesturbærinn bráðum Valshverfi"— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 18, 2022 „Það er svo magnað að KRingum líði verr en Stólunum. Spiluðu síðast leik fyrir rúmum mánuði síðan. Keppast við að setja inn myndir af fyrrum KRingum, sem nú eru hörðustu Valsarar í heiminum, og reyna að klóra í bakkann,“ segir Arnar Sveins. Og bætir við: „Vesturbærinn bráðum Valshverfi“. Af þessu má ráða að áratugalangar erjur milli Vals og KR lifa góðu lífi. Hinar eitruðu sendingar sem nú má víða finna á samfélagsmiðlum eru til marks um að litlir kærleikar eru með stuðningsmönnum þeirra fornfrægu íþróttafélaga. Glaðasti Valsari í heimi Vesturbæingur Líklega hlær enginn hærra eftir úrslitin í gær en fyrrnefndur Kristófer. Uppaldi miðherjinn hjá KR skipti sem fyrr segir yfir í Val eftir harða launadeilu í Vesturbænum. Svo harða að málið fór alla leið fyrir dómstóla. Páll Kolbeinsson, goðsögn hjá KR og þáverandi gjaldkeri körfuknattleiksdeildar félagsins, sakaði Kristófer um að leynt því fyrir félaginu að hann ætti við meiðsli að stríða. Kristófer var afar ósáttur við KR-inga og sagði þá ítrekað ekki hafa staðið í skilum þegar kom að launagreiðslum. Kristófer hafði að lokum sigur í héraðsdómi, KR-ingar voru dæmdir til að greiða honum fjórar milljónir króna. Þegar sigurreifur Kristófer var svo spurður að því að loknum sigrinum í gærkvöldi, hvort hann væri orðinn harður Valsari, þá stóð ekki á svörum. „Ég er harðasti Valsarinn í heiminum,“ svaraði Kristófer og má vera ljóst að stuðningsmenn KR hafa ekki haft gaman af þessari fullyrðingu miðherjans úr Vesturbænum. Þá má ekki gleyma því að Jón Arnór Stefánsson, af mörgum talinn besti körfuboltamaður Íslandssögunnar, færði sig líka úr KR yfir í Val með þeim Pavel og Kristófer. Jón, sem lagði skóna á hilluna í fyrra, var á hliðarlínunni í gær þar sem hann studdi Valsara með ráðum og dáðum.
Valur KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. 19. maí 2022 14:01 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. 19. maí 2022 14:01
„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31
Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28