Körfubolti

Mætti í Valsbol í pontu á Alþingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helga Vala Helgadóttir í Valsbolnum.
Helga Vala Helgadóttir í Valsbolnum. vísir/sigurjón

Þótt stuðningsmenn Tindastóls hafi verið meira áberandi á meðan úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla hefur staðið á Valur sína dyggu stuðningsmenn. Meðal þeirra er þingkonan Helga Vala Helgadóttir.

Valur og Tindastóll mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Eftivæntingin fyrir leiknum er mikil og það er löngu uppselt á hann.

Helga Vala sem og fleiri eru spenntir fyrir oddaleiknum og hún mætti í fagurrauðum Valsbol í pontu á Alþingi í dag.

Eiginmaður Helgu Völu, Grímur Atlason, er í stjórn körfuknattleiksdeildar Vals og dóttir þeirra, Ásta Júlía, spilar með liðinu.

Helga Vala hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017. Hún hefur verið formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá því í fyrra.

Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19:15. Þá verða leiknum gerð góð skil á Vísi.


Tengdar fréttir

Er hægt að toppa þennan trylling í kvöld?

Önnur eins stemning hefur vart myndast á íþróttaviðburði á Íslandi eins og í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudag. Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, fóru þar á kostum eins og alla úrslitakeppnina.

Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun

Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum.

Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar

Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar.

Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu

„Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.