Vildi ekki styðja samkynhneigða og fær stuðning forseta Senegals Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 16:00 Angel Di Maria og Lionel Messi hikuðu ekki við að klæðast treyju með regnbogalitum númerum til stuðnings LGBTQI+ fólki. Idrissa Gueye neitaði að gera það. Samsett/Getty Senegalski knattspyrnumaðurinn Idrissa Gueye hefur verið gagnrýndur fyrir að neita, annað árið í röð, að taka þátt í átaki í frönsku 1. deildinni í fótbolta gegn hómófóbíu. Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“ Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“
Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira