Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 08:00 Flestir stuðningsmenn hlupu inn á völlinn til að fagna leikmönnum Nottingham Forest en ekki allir. Getty/ Joe Prior Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. Sheffield United spilar ekki á Wembley um lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni eftir tap í vítakeppni á móti Nottingham Forest í gær. Sheffield United captain Billy Sharp was attacked by a fan during the pitch invasion after Nottingham Forest defeated his side on penalties.[Warning: graphic content] pic.twitter.com/uOHdrrbNnP— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2022 Eftir leikinn, þegar áhorfendur streymdu inn á völlinn, þá hljóp einn stuðningsmaðurinn upp að fyrirliðanum Billy Sharp og skallaði hann. „Þetta er hrein árás. Við sáum marga okkar leikmenn verða fyrir árásum. Það blæðir úr honum og hann er reiður. Við munum taka á þessu,“ sagði Paul Heckingbottom eftir leikinn. Sharp var ekki leikfær og því ekki að spila leikinn í gær. 'Cowardly' attack during pitch invasion leaves Sheffield Utd's Billy Sharp needing stitches https://t.co/Z6hW1pAGJT— Sky News (@SkyNews) May 18, 2022 Sheffield United og Nottingham Forest fordæmdu bæði þessa árás. „Nottingham Forest blöskrar að frétta af því að fyrrum leikmaður okkar, Billy Sharp, varð fyrir árás í kvöld þegar hann var að yfirgefa völlinn eftir leikinn á City Ground,“ sagði í yfirlýsingunni frá Nottingham Forest og þar kom enn fremur fram: „Félagið mun vinna með yfirvöldum í að vinna sökudólginn og hann þarf að bera ábyrgð á sinni hegðun sem þýðir meðal annars lífstíðarbann frá leikjum Nottingham Forest. Félagið vill einnig biðja Billy persónulega afsökunar sem og Sheffield United félagið.“ It s assault. We ve seen one of our players attacked. He s shuck up, bleeding, angry. It ll be dealt with. Hecky on Billy Sharp. pic.twitter.com/bgbLoFjr3s— Sheffield United (@SheffieldUnited) May 17, 2022 Sheffield United vann leikinn 2-1 á útivelli en Nottingham Forest hafði unnið fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Forest vann hana 3-2 eftir að þrír leikmenn Sheffield United klikkuðu. Nottingham Forest mætir Huddersfield Town á Wembley í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni 2022-23. Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
Sheffield United spilar ekki á Wembley um lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni eftir tap í vítakeppni á móti Nottingham Forest í gær. Sheffield United captain Billy Sharp was attacked by a fan during the pitch invasion after Nottingham Forest defeated his side on penalties.[Warning: graphic content] pic.twitter.com/uOHdrrbNnP— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2022 Eftir leikinn, þegar áhorfendur streymdu inn á völlinn, þá hljóp einn stuðningsmaðurinn upp að fyrirliðanum Billy Sharp og skallaði hann. „Þetta er hrein árás. Við sáum marga okkar leikmenn verða fyrir árásum. Það blæðir úr honum og hann er reiður. Við munum taka á þessu,“ sagði Paul Heckingbottom eftir leikinn. Sharp var ekki leikfær og því ekki að spila leikinn í gær. 'Cowardly' attack during pitch invasion leaves Sheffield Utd's Billy Sharp needing stitches https://t.co/Z6hW1pAGJT— Sky News (@SkyNews) May 18, 2022 Sheffield United og Nottingham Forest fordæmdu bæði þessa árás. „Nottingham Forest blöskrar að frétta af því að fyrrum leikmaður okkar, Billy Sharp, varð fyrir árás í kvöld þegar hann var að yfirgefa völlinn eftir leikinn á City Ground,“ sagði í yfirlýsingunni frá Nottingham Forest og þar kom enn fremur fram: „Félagið mun vinna með yfirvöldum í að vinna sökudólginn og hann þarf að bera ábyrgð á sinni hegðun sem þýðir meðal annars lífstíðarbann frá leikjum Nottingham Forest. Félagið vill einnig biðja Billy persónulega afsökunar sem og Sheffield United félagið.“ It s assault. We ve seen one of our players attacked. He s shuck up, bleeding, angry. It ll be dealt with. Hecky on Billy Sharp. pic.twitter.com/bgbLoFjr3s— Sheffield United (@SheffieldUnited) May 17, 2022 Sheffield United vann leikinn 2-1 á útivelli en Nottingham Forest hafði unnið fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Forest vann hana 3-2 eftir að þrír leikmenn Sheffield United klikkuðu. Nottingham Forest mætir Huddersfield Town á Wembley í hreinum úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni 2022-23.
Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira