Innlent

Hlut­kesti skilaði Önnu Jónu í sveitar­stjórn í Fljóts­dals­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Hengifoss í Fljótsdalshreppi.
Hengifoss í Fljótsdalshreppi. Austurland.is

Jóhann Frímann Þórhallsson hlaut flest atkvæði í sveitarstjórn í óbundinni kosningu til sveitarstjórnar í Fljótsdalshreppi á laugardag. Grípa þurfti til hlutkestis til að ákvarða hver myndi skipa fimmta sætið í sveitarstjórn.

Þetta kemur fram á vef Fljótsdalshrepps. Í óbundinni kosningu þurfa kjósendur að skrifa niður nöfn fimm aðalmanna og allt að fimm varamanna á blað og eru allir íbúar eru í kjöri. Þó er hægt er að biðjast undan kjöri jafn lengi og fólk hefur setið í sveitarstjórn. Að þessu sinni hafi þau Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Eiríkur Kjerúlf ákveðið að nýta rétt sinn til að hætta.

Eftirfarandi munu skipa sveitarstjórn Fljótsdalshrepps: 

  • Jóhann Frímann Þórhallsson, 50 atkvæði
  • Lárus Heiðarsson, 35 atkvæði.
  • Kjartan Benediktsson, 32 atkvæði
  • Halla Auðunardóttir, 27 atkvæði
  • Anna Jóna Árnmarsdóttir, 18 atkvæði

Í tilkynningunni kemur fram að Anna Jóna Árnmarsdóttir og Urður Gunnarsdóttir hafi orðið jafnar í fimmta sæti með átján atkvæði hvor. 

„Kjörstjórn fékk óháðan aðila til að draga á milli þeirra og þar varð Anna Jóna hlutskörpust með hlutkesti. Talning atkvæða tók óvenju langan tíma en afstemming við talninguna tók tíma, ekki þurfti að úrskurða um stór vafaatriði. Á kjörskrá voru 85. 58 greiddu atkvæði á kjörstað en þrír utan hans. Alls kaus 61 kjósandi, kjörsókn því 71,76 prósent.

Varamenn:

  1. 1. Urður Gunnarsdóttir, 18 atkvæði í 1. – 5. sæti.
  2. 2. Guðni Jónsson, 18 atkvæði í 1. - 7. Sæti.
  3. 3. Sólrún Júlía Hjartardóttir Kjerúlf, 18 atkvæði í 1. – 8. sæti.
  4. 4. Gunnar Gunnarsson, 17 atkvæði í 1. – 9. sæti
  5. 5. Þórhallur Jóhannsson, 18 atkvæði 1. – 10 . sæti

Alls voru auðir seðlar tveir og ógildir einn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.