Innlent

J-listi Grósku með meiri­hluta í Hörg­ár­sveit

Atli Ísleifsson skrifar
Þelamerkurskóli í Hörgársveit.
Þelamerkurskóli í Hörgársveit. Vísir/Arnar

J-listi Grósku hlaut flest atkvæði og tryggði sér meirihluta fulltrúa í sveitarstjórn Hörgársveitar í kosningunum á laugardaginn. H-listi Hörgársveitar fékk tvo fulltrúa kjörna.

Á vef sveitarfélagsins segir að alls hafi 553 verið á kjörskrá og að kjórsókn hafi verið 68 prósent.

Úrslit kosninganna voru:

  • H-listi Hörgársveitar: 138 atkvæði og 2 menn kjörna í sveitarstjórn.
  • J-listi Grósku: 220 atkvæði og 3 menn kjörna í sveitarstjórn.
  • Auðir seðlar voru 12 og ógildir voru 6 .

Sveitarstjórn Hörgársveitar verður því þannig skipuð:

  • Jón Þór Benediktsson (H)
  • Jónas Þór Jónasson (H)
  • Axel Grettisson (J)
  • Ásrún Árnadóttir (J)
  • Sunna María Jónasdóttir (J)

Samsetning sveitarstjórnar Hörgársveitar er sú sama og eftir kosningarnar 2018, það er J-listi með þrjá fulltrúa og H-listi tvo.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×