Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2022 07:43 Fólk syrgir við Tops-matvöruverslunina. Flest fórnarlambanna voru svartir einstaklingar á efri árum. AP/Matt Rourke „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira