Hákon Arnar kom FCK á bragðið og titillinn er í augsýn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 16:25 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eiga stóran þátt í því að FC Kaupmannahöfn er hársbreidd frá danska meistaratitlinum. Lars Ronbog/Getty Images FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Sjá meira