Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2022 19:20 Strax frá birtingu fyrstu talna úr Reykjavík í nótt var ljóst að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna væri fallinn og Framsóknarflokkurinn kominn í lykilstöðu. Vísir/Vilhelm Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur. Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fór úr því að eiga engan fulltrúa í borgarstjórn í að verða þriðji stærsti flokkurinn í borginni með fjóra. Sigur flokksins ásamt sameiginlegu tapi Samfylkingarinnar og Viðreisnar á þremur borgarfulltrúum áttu stærstan þátt í falli meirihlutans í borginni. Hann fékk samanlagt tíu fulltrúa en tólf þarf að lágmarki til að mynda meirihluta í Reykjavík. Einar Þorsteinsson nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar hafa mikið um það að segja hvers konar meirihluti verður myndaður í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Í stjórnmálum þykir yfirleitt eftirsóknarvert að mynda meirihluta með sem fæstum flokkum. Raunhæfasti og nánast eini möguleikinn á myndun þriggja flokka meirihluta væri samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata með tólf fulltrúa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata eignaðist sitt fyrsta barn nokkrum dögum fyrir kosningar. Hún getur vel við unað með árangur Pírata í kosningum og gæti leikið stórt hlutverk í fæðingu nýs meirihluta í borginni.Vísir/Vilhelm Ef Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við þá flokka sem misstu meirihlutann í gær hefði sá fimm flokka meirihluti 14 fulltrúa. Grafík/Kristján Jónsson Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokksins hefði tólf fulltrúa. En Sósíalistar hafa þrengt stöðu sína með því að útiloka fyrirfram samstarf við bæði Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Vinstri græn gætu myndað 13 manna meirihluta. Það gætu einnig Samfylkingin, Framsókn, Píratar og Viðreisn gert. Grafík/Kristján Jónsson Ef síðan er horft til möguleika á meirihlutamyndunum með þátttöku Sjálfstæðisflokksins gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins myndað tólf manna meirihluta. Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem er hér fyrir miðri mynd með eiginmanni sínum Jóni Skaftasyni og Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, náði betri árangri í kosningunum en flestar kannanir gerðu ráð fyrir.Vísir/Vilhelm Það gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn, Vinstri græn og Flokkur fólksins einnig gert. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Vinstri græn gætu sömuleiðis myndað tólf manna meirihluta. Ólíklegasti meirihlutinn en þó pólitískt möglegur væri meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar með fimmtán fulltrúa. Þar væri Framsóknarflokkurinn í því lykilhlutverki sem hann hélt gjarnan fram í kosningabaráttunni, það er að segja verið sá flokkur sem leiddi saman flokka frá hægri og vinstri í miðjustjórn. Rétt fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 greindi Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna frá því á Facebook-síðu sinni að hún og flokkur hennar muni ekki taka þátt í neinum viðræðum um myndun nýs m eirihluta í borginni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15. maí 2022 15:26
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00