Framsókn sigurvegari á landsvísu Óttar Kolbeinsson Proppé og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2022 11:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. Framsóknar- og Sjálfstæðismenn fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur úr Reykjavík voru kynntar. Þær voru lýsandi fyrir endanlegar niðurstöður kosninganna. Þessir 23 fulltrúar náðu kjöri í Reykjavík.Visir Samfylking stendur áfram sem næststærsti flokkur borgarinnar með fimm menn en tapar tveimur frá síðustu kosningum. Píratar bæta við sig manni og ná þremur inn. Viðreisn tapar manni og nær enum inn og Vinstri græn halda sínum eina manni í borgarstjórn. Þessir flokkar mynduðu tólf manna meirihluta á síðasta kjörtímabili en ná aðeins 10 mönnum samanlagt nú og meirihlutinn því kolfallinn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli sem stærsti flokkur borgarinnar en tapar tveimur mönnum eins og Samfylking. Framsókn vinnur stórsigur og fer úr engum borgarfulltrúa í fjóra - orðinn þriðji stærsti flokkur borgarinnar. Sósíalistar bæta við sig manni og Flokkur fólksins heldur sínum. Í Hafnarfirði var mikil spenna og þó meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks haldi velli vinnur Samfylking stórsigur, bætir við sig tveimur mönnum og er orðinn jafn stór og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. Í Mosfellsbæ urðu stórtíðindi í gær þegar Farmsóknarflokkurinn, sem átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili náði fjórum mönnum inn og fékk flest atkvæði. Í Grindavík fellur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en Miðflokkur er orðinn stærsti flokkur bæjarins með þrjá fulltrúa. Í Hveragerði tapar Sjálfstæðisflokkur hreinum meirihluta sínum og nær aðeins tveimur mönnum inn. O-listinn er þar orðinn stærstur með þrjá menn. Á Akureyri bætir Bæjarlistinn við sig fulltrúa - nær þremur inn og er stærstur í bæjarstjórn. Hann er í lykilstöðu til að mynda meirihluta í bænum. Fyrir vestan falla meirihlutar Sjálfstæðisflokks í Bolungarvík þar sem K-listinn er kominn í hreinan meirihluta og á Ísafirði fellir Í-listinn sitjandi meirihluta. Framsókn sigurvegari á landsvísu Sigurvegari kosninganna á landsvísu er tvímælalaust Framsóknarflokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Í Reykjavík og Mosfellsbæ fer flokkurinn frá því að vera ekki með mann í sveitarstjórn upp í fljóra fulltrúa og er í lykilstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun. Í Borgarbyggð bætir flokkurinn við sig manni og nær hreinum fimm manna meirihluta, flokkurinn nær inn manni í Garðabæ og þá bætir Framsókn einnig við sig manni í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47 Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41 Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur úr Reykjavík voru kynntar. Þær voru lýsandi fyrir endanlegar niðurstöður kosninganna. Þessir 23 fulltrúar náðu kjöri í Reykjavík.Visir Samfylking stendur áfram sem næststærsti flokkur borgarinnar með fimm menn en tapar tveimur frá síðustu kosningum. Píratar bæta við sig manni og ná þremur inn. Viðreisn tapar manni og nær enum inn og Vinstri græn halda sínum eina manni í borgarstjórn. Þessir flokkar mynduðu tólf manna meirihluta á síðasta kjörtímabili en ná aðeins 10 mönnum samanlagt nú og meirihlutinn því kolfallinn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli sem stærsti flokkur borgarinnar en tapar tveimur mönnum eins og Samfylking. Framsókn vinnur stórsigur og fer úr engum borgarfulltrúa í fjóra - orðinn þriðji stærsti flokkur borgarinnar. Sósíalistar bæta við sig manni og Flokkur fólksins heldur sínum. Í Hafnarfirði var mikil spenna og þó meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks haldi velli vinnur Samfylking stórsigur, bætir við sig tveimur mönnum og er orðinn jafn stór og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. Í Mosfellsbæ urðu stórtíðindi í gær þegar Farmsóknarflokkurinn, sem átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili náði fjórum mönnum inn og fékk flest atkvæði. Í Grindavík fellur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en Miðflokkur er orðinn stærsti flokkur bæjarins með þrjá fulltrúa. Í Hveragerði tapar Sjálfstæðisflokkur hreinum meirihluta sínum og nær aðeins tveimur mönnum inn. O-listinn er þar orðinn stærstur með þrjá menn. Á Akureyri bætir Bæjarlistinn við sig fulltrúa - nær þremur inn og er stærstur í bæjarstjórn. Hann er í lykilstöðu til að mynda meirihluta í bænum. Fyrir vestan falla meirihlutar Sjálfstæðisflokks í Bolungarvík þar sem K-listinn er kominn í hreinan meirihluta og á Ísafirði fellir Í-listinn sitjandi meirihluta. Framsókn sigurvegari á landsvísu Sigurvegari kosninganna á landsvísu er tvímælalaust Framsóknarflokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Í Reykjavík og Mosfellsbæ fer flokkurinn frá því að vera ekki með mann í sveitarstjórn upp í fljóra fulltrúa og er í lykilstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun. Í Borgarbyggð bætir flokkurinn við sig manni og nær hreinum fimm manna meirihluta, flokkurinn nær inn manni í Garðabæ og þá bætir Framsókn einnig við sig manni í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47 Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41 Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47
Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41
Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29